Brúnkukrem og allt sem því fylgir!

Sem allt annað en elgtönuð manneskja frá náttúrunnar hendi ber mér skylda að deila reynslu minni á brúnkukremum í gegnum tíðina.

Ég er ein af þessum sem fer út í sólbað og uppsker 8 freknur. Ég sólbrenn ekki einu sinni, heldur gerist bara ekki neitt. Ég var rauðhærður krakki og í 8.bekk var ég eiginlega alveg komin með það á hreint að ég yrði aldrei eins og Jessica Alba á litinn. Ég stalst í Clarins brúnkukremið hennar mömmu og mætti í skólann daginn eftir eins og skemmd appelsína. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.

Ég byrjaði frekar snemma að stunda ljósabekki. Tók tarnir og varð alltaf bara brún á maganum. Það var samt alveg nóg fyrir mig á þeim tíma, því þá fengust engar buxur sem náðu upp fyrir nærbuxnastreng og ég fékk að skarta brúnkunni minni. Á hverjum degi þakka ég fyrir að hafa verið unglingur á því tímabili, en ekki 27 ára mamma.

En þessi færsla átti ekki að fjalla um hallærislegar ákvarðanir mínar sem unglingur. Fyrir tæpum 2 árum síðan var ég á spjalli við  svona 10 stelpur og ljósabekkjanotkun barst í tal. Ég var nýkomin úr ljósum, enda þráði ég ekkert heitara en ljósatíma eftir að barnið mitt var fætt. Þessar 10 stelpur gátu allar nefnt amk eina manneskju sem þær þekktu og hafði fengið húðkrabbamein af völdum ljósabekkjanotkunnar eða sólbaða. Þann dag ákvað ég að fara aldrei aftur í ljós og sneri mér að næstbesta vini mínum, brúnkukreminu.

Ekki misskilja mig. Mér finnst hvít húð falleg og ég á sjálf mjög auðvelt með að sleppa brúnkukremi, en ég kann betur við mig með smá lit og hef gripið í þessa undravöru í meira en 10 ár núna.

DSC_0596

Mig langar að deila með ykkur mínum tipsum, vörum sem ég nota og nokkrum mistökum sem fólk á til að gera. Mín leið er auðvitað ekkert eina rétta leiðin, en ég fæ oft spurningar varðandi brúnkukrem og ákvað því að skella í eina færslu.

Það er mjög mikilvægt að undirbúa húðina vel fyrir notkun. Fyrst og fremst þarf hún að vera vel nærð, því þurrkublettir draga litinn betur í sig og þú gætir endað svona ef þú ert ekki dugleg/ur að nota body lotion. Í augnablikinu er ég að nota æðislegt body lotion frá Body Shop úr Wild argan oil línunni. Það ilmar dásamlega og er passlega rakamikið fyrir mig.

wild argan oil body lotion the body shop

Ég skrúbba mig vel og nota til þess annað hvort skrúbb í kremformi eða sturtusápu og skrúbbstykki. Týpískir skrúbbhanskar eru fínir, en ég hef verið að kaupa sama svampinn núna í 2-3 ár og hann hefur reynst mér mjög langbest ásamt hvaða sturtusápu sem er. Þessi fíngerði svampur er einnig frá Body Shop. Mér finnst hann mjög góður til að ná gömlum restum af (ég veit, heillandi lýsing!), án þess að rispa húðina, en mín er frekar viðkvæm.

the body shop milk cartons sponge

Til gamans má geta að þessi svampur er endurunninn úr mjólkurfernum, en ein mjólkurferna býr til marga svampa. Ég bara ekki hvað þeir eru margir 🙂 Þessi heldur sér mjög vel, en ég þríf hann vel eftir hverja notkun og læt hann svo þorna á milli.

Það er misjafnt hvort ég ber kremið á mig að morgni, um miðjan dag eða að kvöldi. Mér finnst samt best að gera það að morgni, svona klst eftir sturtu. Húðin þarf að vera þurr og svo get ég leyft litnum að koma fram yfir daginn, án þess að hann klessist í rúmfötin. Ég ber kremið/froðuna/spreyið eiginlega alltaf á mig með þar til gerðum hanska, en þeir fást í flestum apótekum (sjá þetta gula, ljóta á efstu myndinni). Með hanskanum fæst jafnari áferð, en ég set brúnkukremið yfirleitt beint á húðina og dreifi svo úr því með hanskanum í hringlaga hreyfingum.

DSC_0611

Það er ótrúlega margt í boði í dag hvað brúnkukremin sjálf varðar. Í augnablikinu nota ég mest St. Tropez vörurnar og síðustu kaupin mín voru express froðan frá merkinu. Með henni geturðu stjórnað litnum vel, en hann er að byggjast upp í 3 klst og þegar maður er orðinn sáttur með litinn hoppar maður í sturtu. Mér finnst froðurnar frá St. Tropez ótrúlega auðveldar í notkun. Þær geta eiginlega ekki klikkað og hvað þá með hanskanum góða.

Do’s and don’ts.

-Ekki nota body lotion rétt áður en þú berð brúnkukremið á þig. Þetta getur búið til filmu á milli húðarinnar og brúnkukremsins og það nær ekki að festast almennilega. Berðu á þig lotion í nokkra daga áður, þá er nægur raki í húðinni. Fókusaðu á þurrustu svæðin, eins og olnboga og hné.

-Ef þig langar hins vegar í aðeins mildari lit heldur en kremið gefur, þá er fínt að mixa lotioni saman við það og bera beint á húðina. Eins ef þú sérð greinileg skil/mistök þegar þú ert að bera kremið á þig, þá geturðu deyft þau með lotioni.

-Ekki gleyma höndunum! Það er mjög algengt að þær gleymist, þar sem kremið er jú oftast borið á með hönskum. Mér finnst best að setja örlítið krem í bómullarskífu og dúmpa létt á handabökin, en þau taka yfirleitt mikinn lit í sig.

-Ekki setja krem í lófana! Þú munt sjá eftir því.

-Ekki fara beint í það að vaska upp. Þá geturðu endað með hvítar hendur. Bíddu í amk 3 klst. Þetta er rosalega góð afsökun fyrir því að geyma uppvaskið. Maður getur bara gert eitthvað skemmtilegt í staðinn!

-Á meðan ég er með brúnkukrem er ég alltaf mjög dugleg við að bera á mig body lotion, því þá helst liturinn lengur á. Mér finnst þetta mjög mikilvægt, því hann helst líka jafnari fyrir vikið. 

-Ég ber ekki (lengur) brúnkukrem í andlitið á mér, nema það sé sérstakt andlits-brúnkukrem. Þessi krem geta stundum stíflað svitaholur og ég fann mikinn mun á húðinni eftir að ég hætti þessu. Ég nota reyndar yfirleitt farða þegar ég fer út úr húsi, svoleiðis að þetta kemur ekki að sök. Ef þú ætlar að nota sama kremið í andlitið myndi ég mixa því saman við smá andlitskrem.

-Passið ykkur að nota ekki ‘olíubeisaða’ skrúbba rétt fyrir ásetningu, en olían situr yfirleitt eftir á húðinni og hefur þá sömu áhrif og feitt body lotion.

-Brúnkukremshanskar eru rosalega góðir í að safna bakteríum. Það er best að þvo hanskann eftir hverja notkun, en passið ykkur bara að láta nokkrar klst líða frá því að þið settuð kremið á, svo það fari ekki af ykkur 😉

Ég held að þessi ritgerð ætti að covera þetta allt, en ég er samt pottþétt að gleyma einhverju mikilvægu. Ekki skamma mig.

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: