Ég gæti skrifað bók um hárið á mér. Ævisögu í fullri lengd. Því það er jú dáið fyrir löngu og hefur gengið í gegnum allskonar hremmingar. Hvort einhver myndi lesa, það væri svo önnur saga.
Nú er ég í hárbobba. Mig langar í nýtt hár, en mig langar í svo margt! Ég hef prófað þetta allt og er ekki hrædd við ónáttúrulega hárliti eins og flestir ættu að vera komnir með á hreint. Nú þarf ég bara einhvern til að ákveða fyrir mig hvað ég á að gera. Í augnablikinu er ég með alveg dökkbrúnt hár með ljósari endum og þeir eru litaðir fjólubláir með semi permanent lit.
og svona er það undir þessu fjólubláa
Mig langar í grátt hár. Já, ég sagði það. Grátt. Ég hef prófað ljósgrátt, silfurhvítt, öskubrúnt og ljóst með öskutón, en aldrei farið alveg út í svona dökkgráan lit. Mér finnst það lúmskt kúl og ég get ekki beðið eftir því að verða gráhærð þegar ég verð stór. Ég er búin að slefa yfir hárinu á Mary Cake á instagram í nokkra mánuði, en hún er stundum með svona stálgrátt ombre, sem ég girnist.
Mitt yrði náttúrulega aldrei svona djúsí, sítt, þykkt og fallegt, heldur kannski eitthvað líkara þessu:
Linda Hallberg er líka hár-idolið mitt. Hún er dugleg við að breyta til og upp á síðkastið hefur hún verið að leika sér með allskonar rauða tóna. Ég fílaða. Ætti ég?
Þessi er frekar photoshoppuð, en þetta væri samt vel hægt. Spurning um að verða kannski bara alveg fjólublá?
Kannski bara eins og Katy Perry?
Eða bara hætta þessari vitleysu, lita yfir þetta fjólubláa og fullorðnast? (aldrei)
Hjálp! Í alvörunni.
xx
Stálgrátt ombre fær mitt atkvæði! 🙂
LikeLike
Atkvæði móttekið! 🙂
LikeLike