Hár-dilemma

Ég gæti skrifað bók um hárið á mér. Ævisögu í fullri lengd. Því það er jú dáið fyrir löngu og hefur gengið í gegnum allskonar hremmingar. Hvort einhver myndi lesa, það væri svo önnur saga.

Nú er ég í hárbobba. Mig langar í nýtt hár, en mig langar í svo margt! Ég hef prófað þetta allt og er ekki hrædd við ónáttúrulega hárliti eins og flestir ættu að vera komnir með á hreint. Nú þarf ég bara einhvern til að ákveða fyrir mig hvað ég á að gera. Í augnablikinu er ég með alveg dökkbrúnt hár með ljósari endum og þeir eru litaðir fjólubláir með semi permanent lit.

Photo on 25-11-14 at 17.35 #2Svona er það núna

Photo on 02-11-14 at 13.06og svona er það undir þessu fjólubláa

732f7df80c9394540256b777648262a0

Mig langar í grátt hár. Já, ég sagði það. Grátt. Ég hef prófað ljósgrátt, silfurhvítt, öskubrúnt og ljóst með öskutón, en aldrei farið alveg út í svona dökkgráan lit. Mér finnst það lúmskt kúl og ég get ekki beðið eftir því að verða gráhærð þegar ég verð stór. Ég er búin að slefa yfir hárinu á Mary Cake á instagram í nokkra mánuði, en hún er stundum með svona stálgrátt ombre, sem ég girnist.

99637fa21cdd1c89c36515a007258156   a45da4e3c32124278d1908c03c45bf8d  b30d63616bc558eca69b2a3113ed05a1

Mitt yrði náttúrulega aldrei svona djúsí, sítt, þykkt og fallegt, heldur kannski eitthvað líkara þessu:

204283ac387d0245a23f5ad4f5413e97

df6f91de1bd19bb6b6b318804936c5b3

Linda Hallberg er líka hár-idolið mitt. Hún er dugleg við að breyta til og upp á síðkastið hefur hún verið að leika sér með allskonar rauða tóna. Ég fílaða. Ætti ég?

eb2c156986cb1d20d9692b50edc8faaa 

ac8b6073041662736fe0c2de68f424a9

Þessi er frekar photoshoppuð, en þetta væri samt vel hægt. Spurning um að verða kannski bara alveg fjólublá?

5937031df1c879554f0d5d9bcdadec3e

Kannski bara eins og Katy Perry?

1729989a9031539af07e18c6ecd5dd0c

Eða bara hætta þessari vitleysu, lita yfir þetta fjólubláa og fullorðnast? (aldrei)

Hjálp! Í alvörunni.

xx

2 thoughts on “Hár-dilemma

Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: