Uppáhalds 2014!

Jæja, hér kemur færslan sem ég lofaði ykkur fyrir nokkrum dögum. Ég á mjög erfitt með að velja eina vöru í hverjum flokki og ákvað að hafa þetta bara svolítið frjálslegt. Sumir flokkar eru stútfullir og aðrir næstum því tómir. Til dæmis má nefna að ég á mjög erfitt með að hemja mig þegar kemur að varalitum og svo var enginn sérstakur kinnalitur ofnotaður á árinu. Þessar vörur eru ekkert endilega eitthvað sem ég eignaðist fyrst árið 2014, heldur það sem ég notaði mest. Meirihlutann af þessu hef ég fjallað um á blogginu áður.

Bodyvörur

body

St. tropez express brúnkukremið er búið að vera í cherstöku uppáhaldi. Vaseline spray & go body lotion er besta uppfinning í heimi. Pink grapefruit línan í TBS mætti loksins til landsins þetta var sumarlyktin mín. Best!

Andlitsvörur

andlit

Bioderma hreinsivatnið var að sjálfsögðu keypt í Frakklandi og verður framvegis alltaf til á mínu heimili. Nip + fab glycolic cleanser er einn af bestu andlitshreinsum sem ég hef notað á mína vandlátu húð. La roche posay andlitsvatn í spreyformi sem róar pirraða húð. Algjör himnasending. Neutrogena visibly clear 2 in 1 wash/mask hélt húðinni minni hreinni stærstan part ársins. Rakakremið úr sömu línu er líka algjör snilld (Neutrogena visibly clear oil free moisturiser), olíulaust og hélt húðinni rakri á meðan ég var í pásu frá Seaweed kreminu mínusem verður alltaf í fyrsta sæti. Það mattar húðina og er frábært undir farða.

Augabrúnir

augabrunir

Ég myndi segja að augabrúnir væru í topp 5 af helstu áhugamálunum mínum og þess vegna fær ekki hvað sem er að komast á blað. Anastasia Beverly Hills dipbrow var án nokkurs efa fjárfesting til framtíðar, því það sér ekki á því þó svo að það hafi verið keypt í mars. Falleg áferð og þægilegt í notkun þegar maður er búinn að læra á það. MUFE aquabrow kynntist ég seinna á árinu og er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. L’Oréal brow artist plumper er ódýr og góð vara sem ég hef ekki lagt frá mér síðan ég fékk. Ómissandi partur af förðunarrútínunni minni, þrátt fyrir að trefjamaskari fyrir augabrúnir hljómi svolítið einkennilega.

Augu

augu

Það kemst engin palletta með tærnar þar sem Stila in the light pallettan mín hefur hælana árið 2014. Augnskuggarnir eru svo pigmentaðir og litirnir eigulegir og fallegir. Það kæmi mér ekki á óvart ef ég þyrfti að endurnýja hana árið 2015. Önnur snilld frá Stila eru magnificent metals augnskuggarnir. Þessi litur, dusty rose, er svo fallegur að ég dey. Inglot body pigment powder pearl #39 var reyndar fjárfesting þarsíðasta árs, en ég hélt áfram að nota það eins og enginn væri morgundagurinn árið 2014. Þetta er go-to augnskugginn minn þegar ég geri mitt besta til að vera fín. Ótrúlega fallegt nude/taupe, shimmerað og fallegast þegar maður notast við foil aðferð. Hvað maskara varðar var ég mjög hrifin af Maybelline colossal go extreme leather black sem svona hversdags. Úber svartur og burstinn hentar mér vel. Ég get ekki skilið Lancome Grandiose eftir, þó svo að endingin á honum hafi valdið mér smá vonbrigðum. Það sem þessi maskari gerði fyrir augnhárin mín var alveg fáránlegt!

Farði/grunnur farði

Primer ársins og allra hinna áranna er Porefessional frá Benefit. Ég get ekki sleppt því að nefna hann, enda uppáhalds. Hann hentar mér bara svo einstaklega vel. Annar primer sem mér finnst vert að minnast á er InstaBlur frá TBS. Ég prófaði á tímabili að gera ítarlegan samanburð á honum og photo finish primernum frá Smashbox og ég fann ekki mun, en verðmunurinn er töluverður. Clinique stay matte farðinn var keyptur í misgripum (konurnar í franska sephora eru ekkert sérstaklega góðar í ensku), en ég gaf honum séns og hann kom mér á óvart. Fallega mött áferð, ekki of stíf og léttur á húðinni. Kat Von D Lock it tattoo foundation eignaðist ég í lok ársins og hann fór strax á toppinn. Örlítið þungur, en ég ber hann á með rökum svampi og blanda stundum léttari farða saman við hann. Þekur fullkomlega og haggast ekki í brjáluðu rave partýi. Ég fór samt ekki í svoleiðis, en ég þori að veðja. Mac pro longwear hyljarinn er uppgötvun ársins 2012, en hann þarf auðvitað að nefna. Þrátt fyrir ópraktískar umbúðir fyrir klaufabárða er hann sá besti í bransanum. Maybelline better skin hyljarinn kom mér á óvart, en hann er mjög creamy, dreifist vel úr honum og er veeel þekjandi. Algjör snilld á góðu verði.

Hár

har

Þessi flokkur er ekki stór, enda er ég svolítið vanaföst þegar kemur að hárvörum. Þessar tvær vörur björguðu mér samt sem áður á árinu. eva-nyc hungry hair oil treatment nota ég í blautt hárið og læt þorna í svoleiðis að það breytist ekki í gaddavír. MoroccanOil restorative maskinn var sennilega það sem kom í veg fyrir að hárið á mér dytti af á árinu, en eins og margir vita gekk það í gegnum allskonar tímabil. Ég kláraði hann í fyrradag, en var svo heppin að fá meira af honum í jólagjöf, svoleiðis að hárið mun tolla aðeins lengur á hausnum á mér.

Naglalökk

neglur

L’Oréal latex effect naglalakkið í power potion er fallegasta svarta naglalakk sem ég hef átt, en þau hafa verið nokkur. Matt naglalakk frá Inglot, nr. 708, var mikið notað í sumar. Hressandi fjólubleikt og endingargott. Ég er algjör sökker fyrir naglalökkum með fallegri áferð og O.P.I liquid sand í Tiffany case er alveg málið fyrir mig. Síðast en ekki síst var það Formula X Alchemy sem ég átti í ástarsambandi við árið 2014. Ég bloggaði sérstaklega um þetta naglalakk svoleiðis að ég ætla ekkert að fara út í nánari lýsingu á því.

Vara…vörur!?

varir

Ég enda þetta að sjálfsögðu á uppáhalds flokknum mínum. Varalitur sem ég greip mjög mikið í í byrjun árs er TBS color crush 340. Mjög falleg blanda af fjólubláu, brúnu og gráu einhvernveginn. Semi næntís og semi goth, sem er auðvitað frábær blanda. Kiko luscious lip cream 524 var skemmtileg uppgötvun. Gaman að segja frá því að hann er líka ástæða fyrir ágætri prósentu af lesendafjölda síðunnar minnar. Fólk sem gúglar hann lendir hingað inn. Lip liner frá MAC í litnum stone er mest notaður þessa stundina og verður það sennilega út þetta ár. Ég hreinlega elska hann. Maybelline color sensational lip liner í litnum velvet beige ættu lesendur síðunnar að vera farnir að kannast við, en ég notaði sennilega ekkert oftar en hann á varirnar þetta árið. Melt costmetics by starlight er fjólublái liturinn sem allir eru að spyrja mig út í. Hann er svakalegur og var mikið notaður á árinu. Síðast en ekki síst er það vara sem er algjörlega one of a kind, eða Make up store led lipgloss í litnum atomic. Ég hef aldrei verið fyrir glossa, en þennan varð ég að eignast og fékk hann svo að gjöf. Geimþokugloss sem lífgar upp á tilveruna. Stefni á að nota hann meira á nýju ári.

Jæja, vonandi sofnaði enginn.

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: