RED CHERRY WSP

Fés dagsins er svona frekar flippað.

red cherry wsp

Mig langaði aðallega að sýna ykkur wispies (wsp) augnhárin, en það eru uppáhalds augnhárin mín frá red cherry. Ég hef örugglega verið með þau nokkrum sinnum áður hér á blogginu, en ég segi suma hluti aldrei of oft.

Í augabrúnunum er ég með dipbrow frá Anastasia Beverly Hills í litnum blonde. Ég breytti löguninni á þeim aðeins í gærkvöldi og fíla hvað það er auðvelt að láta þær líta út fyrir að vera þykkari með dipbrow. Mínar eru voða fátæklegar fyrir, en ég greiði líka alltaf í gegnum þær með L’Oréal brow artist plumper núna og það lætur þær virka fyllri. Ég stefni á að gera ítarlegt augabrúnavídjó á næstunni, en mér finnst töluvert meira trikkí að hafa þær fallegar þegar ég er með þær svona ljósar og lita þær ekki.

Á augnlokunum er ég með maybelline color tattoo í turquoise forever og ljóst, túrkislitað pigment yfir. Restin eru mattir, brúnir augnskuggar úr öllum áttum, blandaðir í drasl.

Varalitinn gerði ég sjálf, en ég hef svolítið verið að fikta við það undanfarið ár, eins og hefur áður komið hér fram. Ég er oft vafrandi tímunum saman í leit að einhverjum fullkomnum lit sem mér dettur í hug og enda þá yfirleitt á því að búa hann bara til úr pigmentum. Ég elska matta varaliti og þessi kom extra vel út að mínu mati.

red cherry wsp 2

P.S. Ég er orðin geðveikt leið á andlitinu á mér. Þið eruð ekki ein um það. Er alvarlega að spá í að fara að pikka í Togga og farða hann fyrir ykkur.

P.S. 2. Ég hef fengið sömu spurninguna svolítið oft undanfarnar vikur, hvort ég ætli nú ekki að fara að gera vídjó. Ég hef verið á leiðinni lengi lengi, tók meira að segja fyrsta vídjóið upp í mars í fyrra. Það bara fór aldrei í loftið af því ég var með chronic bitch face allan tímann án þess að taka eftir því. Enda chronic bitch face.. Ég er ekki nógu ánægð með lýsinguna heima hjá mér núna, en það fer vonandi að bætast úr því fljótlega og þá er mjög líklegt að ég keyri þetta í gang. Mér finnst sjálfri ekkert leiðinlegra heldur en að horfa á meiköppvídjó í lélegum gæðum með hræðilegri lýsingu og myndi helst vilja komast hjá því að gera slíkt sjálf. Takk fyrir sýndan áhuga!

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: