Moroccanoil restorative hair mask.

Þið hafið eflaust séð mig mæla með þessum maska áður (ég skrifaði blogg um moroccanoil vörurnar í ágúst í fyrra HÉR), en ég hef aldrei sagt ykkur almennilega frá honum og hvað hann gerir. Ég er á annarri dósinni minni, búin að nota hann síðan í fyrrasumar, enda virðist hárið á mér þurfa á honum að halda til að lifa. Ég er búin að vera að leita að einhverju sambærilegu í hálft ár en það virðist ekkert jafnast á við þessa snilld. Ég hef líka prófað aðra maska frá Moroccanoil, en þessi hentar mínu hári best.

mmmm
Í home & away settinu (sem ég var svo heppin að fá í jólagjöf) kemur maskinn bæði í dós og túpu, en túpan hentar cherlega vel þegar maður er á ferðalagi.
mmmm (1)
Ég elska að taka myndir af þessum vörum! Litirnir eru svo hressandi eitthvað.

Restorative hair mask er ætlaður fyrir hár sem er mikið efnameðhöndlað eða skemmt af völdum hita. Fyrir veikburða, ofur-aflitað hár eins og mitt er djúpnæring það eina í stöðunni til að það haldist mjúkt og sæmilega fallegt. Maskinn er ríkur af arganolíu og próteinum. Þetta er í raun og veru svona ‘viðgerð’ á hárinu, endurnærandi meðferð, og þarf oftast að nota hann í nokkur skipti til að árangur sjáist. Ég notaði hann vikulega til að byrja með og fækkaði skiptunum síðan hægt og rólega þegar ég fór að sjá mun á hárinu. Það var orðið töluvert mýkra eftir um 3ja vikna notkun og leit ekki út eins og gaddavír ef ég leyfði því að þorna sjálfu eftir þvott. Ég tók eftir því í janúar að hárið á mér væri að brotna hægt og rólega, var komin með óútskýrðar ‘styttur’ (ég var ekki að safna í möllett!) og eftir að ég tók rispu með maskanum hefur það sem betur fer alveg hætt því, enda á hann að styrkja hárið.

Hvernig á að nota maskann?

Hann er borinn í ‘handklæðaþurrt’, hreint hár, látinn sitja í 5-7 mínútur og svo skolaður úr. Það er mælt með því að ‘loka hann inni í hárinu’ með venjulegri hárnæringu, en þetta er eitthvað sem ég feilaði á í fyrstu skiptin. Þegar ég fór að gera þetta fann ég mikinn mun. Eftir að hárið er komið í gott stand skilst mér að það sé nóg að nota hann einu sinni í mánuði, en ég nota hann 2svar.

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: