Made to last!

Ást mín á MAC varalitum ætti varla að fara framhjá neinum, en ég er alls ekki sú eina sem getur staðið yfir varalitastandinum í MAC búðunum og gleymt stað og stund. Það sem virðist samt oft gleymast þegar talað er um MAC varaliti eru pro longwear litirnir. Fæstir virðast taka eftir þeim og eru að fara... Continue Reading →

Rauður varalitadagur

Svona kaldir hálsbólgudagar kalla á rauðan varalit. Mér líður einhvernveginn alltaf mikið betur þegar ég er búin að skella einum svoleiðis á mig, eins klisjukennt og það hljómar. Vondir hárdagar breytast í fabjúlös hárdaga og þar fram eftir götunum. Ég notaði örfáar vörur í dag og fókuseraði á varalitinn, sem er minn uppáhalds bjarti, rauði litur, So... Continue Reading →

4. í varagleði

iÞið eruð örugglega löngu komin með leið á vörunum á mér, en hér er þó næstsíðasta uppáhaldið mitt í augnablikinu. Ég er mjög hrifin af möttum litum í fljótandi formi, eins og t.d. lime crime velvetines sem margir þekkja. Ég rak augun í þennan fallega lit í Sephora um daginn og eftir að hafa starað... Continue Reading →

Varir númer 3!

Hér höfum við einhverja mestu snilld sem ég hef augum litið. Led lipgloss í litnum 'atomic' frá Make Up Store. Þennan spottaði ég líka hjá Lindu Hallberg og varð strax ástfangin, en við höfum greinilega sama varalitasmekk. Ég varð því heldur betur hissa og ánægð þegar ég fann hann í póstkassanum mínum um daginn. Uppáhalds Valan... Continue Reading →

Varagleði nr.2

Númer 2 í röðinni er líka frá KIKO! Hann minnir mig svolítið á cyber frá mac, en er einhvernveginn ekki jafn sterkur fjólublár og aðeins dýpri. VÁ! Ég ætti að fá einhver verðlaun fyrir að lýsa þessum lit. Þegar maður horfir á hann í umbúðunum lúkkar hann cherry-rauður, en svo þegar hann er kominn á varirnar... Continue Reading →

Augabrúnavídjó

Ég gerði í dag lítið og ómerkilegt video í símanum mínum af því hvernig ég móta á mér augabrúnirnar með brow and liner kittinu frá The Body Shop. Eins og ég sagði frá um daginn var ég byrjuð að nota dipbrow frá Anastasia Beverly hills, en það er orðið full ljóst fyrir mig núna svo ég... Continue Reading →

MAC Glitter brilliants – 3D pink

Ég er glimmerpervert og þess vegna hoppaði ég hæð mína af kæti þegar mér var gefið eitt fallegasta glimmer sem ég hef séð í afmælisgjöf. Þetta er eitt af glitter brilliants frá mac, í 3D pink. Ég veit, ég er að blogga um glimmer. Ef þú fílar ekki glimmer skaltu bara fara eitthvert annað. Þetta er... Continue Reading →

Meira mica frá coastal scents!

Ég bloggaði um coastal scents mica púðrin hér um daginn og hvað ég nota þau ótrúlega mikið. Mig langar að sýna ykkur mitt uppáhalds pigment, chamelion glitter. Þó að nafnið gefi annað til kynna, þá er þetta þétt og fallegt pigment af duo chrome toga, ekki neitt líkt glimmerögnum. Ég er búin að nota það rosalega mikið... Continue Reading →

matt matt matt

Um helgina gerði ég látlaust og matt lúkk sem mér finnst gott að grípa í þegar ég nenni ekki að vera mikið máluð. Í þetta skiptið notaði ég gamla TBS palettu sem er búin að fylgja mér út um allt. Í henni eru 4 mattir litir (sá ljósasti er með smááá glimmeri í) sem ganga... Continue Reading →

Afmælis!

Í gær átti ég afmæli og varð tuttuguogeitthvað. Ég var dekruð í drasl af fjölskyldunni og við áttum góðan dag saman, heima og ekki heima. Ég borðaði fyrir næstu tvær vikurnar og hef ekki fengið svona marga afmælispakka síðan ég var 11 ára. Takk fyrir allar kveðjurnar og gjafirnar elsku fólk nær og fjær!  Afmælisfésið... Continue Reading →

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: