Ruslayfirferð

Ég var lengi að ákveða hvað ég ætti að láta þessa færlsu heita. Nafnið passar samt vel við hana, þar sem ég ætla að fara yfir ruslið inni á baði og segja ykkur hvað mér finnst um það. Þetta hljómar kannski ógeðslega, en gæti komið einhverjum að gagni. Ég ætlaði að vera dugleg að safna tómum förðunarvörum líka, en steingleymdi því og þær enduðu í ruslinu um daginn. Ég lofa að bæta úr því og halda förðunarruslinu mínu til haga næst, því þetta verður sennilega fastur liður á síðunni. Það er hálfgert Body Shop- og brúnkukremsþema í gangi í dag. Það er kannski eðlilegt að það sé farið að ganga á TBS birgðirnar mínar síðan ég hætti að vinna þar og ég fer nokkuð hratt í gegnum brúnkukremin. Vindum okkur í þetta!

empties1. Vaseline spray and go – aloe vera. – Þetta er ein mesta snilld sem ég hef átt. Ég greip þetta í matvöruverslun í Hollandi, þar sem við gleymdum að taka með okkur body lotion. Ég er yfirleitt löt við að bera á mig body lotion (ég veit, hámark letinnar að nenna ekki að opna dós/pumpa úr flösku) og þetta tekur svo stuttan tíma að maður tekur ekki eftir því. Þú spreyjar þessu á þig og svo ertu good to go! Ekkert klístur og vesen. Það er fersk og góð lykt af þessari týpu og góður raki, en það eru til tvær aðrar ef ég man rétt. Ég á hiklaust eftir að kaupa þetta aftur og ég frétti að þetta væri fáanlegt í Kosti, án þess að að ábyrgjast það.

2. St. Tropez self tan bronzing lotion. – Þetta finnst mér mjög þægilegt brúnkukrem til að blanda saman við body lotion. Ég er glær frá náttúrunnar hendi og vil ekki verða mjög brún, en þá drullumalla ég smá. Mér finnst vera ólíkir undirtónar í öllum st. tropez týpunum (að minnsta kosti á minni húð) og þessi finnst mér vera frekar líkur gamla Brazilian tan sem ég ofnotaði í mörg ár. Kaupi mögulega aftur.

3. St. Tropez froðan. – Þetta er mitt uppáhald úr línunni, þornar rosalega hratt og það kemur fallega gylltur litur af henni. Þessa hef ég keypt aftur og aftur.

4. St. Tropez self tan bronzing spray. – Þessi gaur finnst mér sístur af þessum 3. Tónninn er heldur gulur fyrir minn smekk og ég hef bara notað hann á fótleggina á mér. Sniðugt á þá staði sem maður nær ekki til, eins og bakið, en ekki fallegur á snjóhvítri húð eins og minni.

5. Eins og þið sjáið, þá kann ég ekki ennþá að telja. Verandi orðin þetta gömul er mjög erfitt fyrir mig að fara að vinna eitthvað í þessu núna, en öll hjálp er vel þegin.

6. eva nyc soften up conditioner. – Þessi er æði. Það er sykurpúðalykt af henni og ég er með sama lyktarsmekk og 8 ára stelpa. Næringin er mjög mýkjandi og bjargaði hárinu á mér í vor þegar ég var að djúpsteikja það. Brúsinn er stór og endist vel. Kaupi hiklaust aftur.

7. John Frieda sheer blonde go blonder sjampó og hárnæring. – Ég veit í rauninni ekki af hverju ég ákvað að prófa þetta dúó, þar sem John Frieda hefur aldrei gengið fyrir mig, en það þurrkaði hárið á mér upp og ég sá engan mun á litnum. Ég hef sömu sögu að segja um fjólubláa sjampóið frá þeim. Kaupi þar af leiðandi ekki aftur.

8. Neutrogena blackhead eliminating cleansing lotion. – Þetta hef ég notað í staðinn fyrir toner með góðum árangri síðustu vikurnar. Þetta hreinsar allar restar og skilur húðina ekki eftir þurra og stífa. Ég hef góða trú á að þetta sé búið að drepa nokkrar bólur í fæðingu og mun hiklaust kaupa aftur. Fun fact: Þegar ég ber þetta á mig og anda því að mér hósta ég alltaf einu sinni. Alltaf. Ég veit ekki hvað það þýðir, en mér er alveg sama.

9. The Body Shop Blueberry body lotion. – Það tekur mig sárt að segja að þessi lína er hætt í sölu (kom bara tímabundið aftur), en ég bara einfaldlega varð að hafa þetta með. Ég nota mjög sjaldan body butter vegna þess að mér finnst ég ekki þurfa á því að halda. Ég er ekki með það þurra húð og finnst það þar af leiðandi ekki ganga nógu hratt inn. Þetta er næsta fáanlega formúla fyrir neðan body butter hjá TBS og hún hentar mér fullkomlega. Er léttari, en gefur samt góðan raka.  Svipuð formúla er t.d. shea (mögulega aðeins feitari) og svo eru body lotion í jólalínunum yfirleitt sambærileg í raka. Lítill fugl hvíslaði því að mér að jólalyktirnar væru mættar í hús! Hlakka til að kíkja á þær.

10. The Body Shop Blueberry scrub. – Þessi er auðvitað líka hættur, en hann er gelkenndur með blöndu af fínum og grófum kornum. Ég er skrúbbasjúk og á yfirleitt meira en góðu hófi gegnir af þeim. Ég er meira fyrir gel- og kremkennda heldur en olíumikla skrúbba og varð því að eignast þennan. Hann gerir sitt gagn og sambærilegir skrúbbar hafa einmitt verið að koma í jólalínunum, t.d. cranberry.

11. The Body Shop tea tree pore minimiser. – Ég set aldrei á mig farða án þess að hafa primer undir. Þennan hef ég verið að nota þegar ég á extra slæma húðdaga og finnst þægilegt að vita til þess að hann sé að vinna í húðinni á meðan hann gerir hana áferðarfallega. Hann gerir svitaholur minna áberandi og inniheldur tea tree olíu sem er bakteríudrepandi og græðandi. Tvær flugur í einu höggi!

12. Tea tree cool & creamy wash. – Tea tree línan á alltaf stað í hjartanu mínu, eða í rútínunni minni, þar sem ég fæ ennþá bólur. Þetta er uppáhalds andlitshreinsirinn minn úr línunni vegna þess að hann þurrkar ekki húðina og skilur hana eftir skínandi hreina. Það er alveg ótrúlega frískandi að skella þessu í fésið eftir langan dag, en hann hefur kælandi áhrif. Ég nota hann yfirleitt með húðbursta. Kaupi aftur og aftur og aftur!

Þetta er búið í bili. Vonandi get ég haft þetta styttra næst.

xx

 

One thought on “Ruslayfirferð

Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: