MAC Stone!

Ég er lengi búin að leita að grábrúnum/taupe varablýanti og hef hingað til notast við augnblýant í staðinn. Ég er búin að vera með Stone frá MAC á heilanum í nokkra mánuði en hafði ekki tækifæri til þess að skoða hann nánar þangað til um daginn. Nú er leitinni lokið. Hann er fullkominn.  Þið megið kalla mig afturgöngu (það væri ekki í fyrsta skiptið), klikkaða eða gothara, en þessi er fullkominn fyrir mig og gengur með svo mörgum af varalitunum mínum. Mér finnst mjög gaman að para allskonar blýanta með mismunandi varalitum og ætla að sýna ykkur nokkrar útfærslur.

mac stone liner 4

stone mac lip liner 3

Svona lítur hann út einn og Cher, en ég fíla hann mega svoleiðis. Hann er eins og mött útgáfa af KIKO 524 varalitnum mínum og þið ættuð að vera komin með á hreint að ég elska matta varaliti meira en… steikarsamloku með fröllum og bernaise.

mac stone lip liner 1

Á vinstri myndinni er ég með hann undir KIKO litnum, en þeir eru fullkomnir saman. Á hægri myndinni er ég svo með Angel frá MAC, en ég notaði blýantinn í rauninni til að búa til skugga og gera varirnar fyllri. Ég krotaði útlínur og setti svo aðeins af honum inn á hliðarnar. Mér finnst stundum betra að fara líka með linerinn yfir varalitinn þegar ég geri þetta. Sýni ykkur kannski seinna 🙂

stone mac lip liner 2

Á vinstri er ég með blýantinn undir Color Crush 340 frá Body Shop, en það er svona fjólutónaður, brúnn, taupe-ish litur og ég hef aldrei getað fundið fullkominn blýant með honum. Hægra megin er ég svo með litinn summer frá Melt cosmetics og notaði blýantinn eins og ég gerði með MAC angel.

Þar hafið þið það! 5 sjálfsmyndir af sama bælda brosinu. Ég vona að þið sofið í nótt.

…P.S. Er búin að eiga hann í viku og ydda hann 4x. Það hlýtur að teljast ágætis notkun!

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: