Too faced everything nice set!

Jæja, þá er ég komin heim úr smá fríi og tilbúin í slaginn aftur.  Ég sagði ykkur um daginn frá nokkrum jólasettum sem ég hafði augastað á, en ég fékk einmitt eitt af þeim í hendurnar um síðustu helgi, eða Too faced – everything nice settið.

too faced everything nice palette 2

Ég var svo heppin að vinkona mín var úti í Bandaríkjunum um daginn og kom heim með þessa snilld fyrir mig. Fyrir ykkur sem eruð ekki á leiðinni þangað, þá er slatti til af þessari pallettu á ebay. Hún er að sjálfsögðu bara til í takmörkuðu upplagi, enda kom hún út sérstaklega fyrir jólin.

too faced everything nice palette 3

20 aungskuggar, 2 kinnalitir, sólarpúður (með súkkulaðilykt… namm!) og highlighter. Auk þess fylgja með pallettunni 3 mini burstar, lúxusprufa af better than sex maskaranum þeirra og svakalega glimmeruð snyrtibudda. Eins og áður sagði er settið 450 dollara virði, en kostar ekki nema 56 dollara í Sephora, sem er auðvitað gjöf en ekki gjald.

DSC_0597

Ég tók flassmynd af augnskuggunum svo áferðin á þeim sæist betur, en ég er auðvitað búin að bora penslinum ofan í þá alla. Þeir lofa mjög góðu. Eru mjög pigmentaðir fyrir utan 1 eða 2, en þeir koma mjög vel út blautir. Ég heillaðist sérstaklega að græna litnum í þessari pallettu (ég veit ekki af hverju, nota aldrei græna augnskugga!) og var því mjög spennt að prófa hann. Ég ætla að sýna ykkur smá lúkk þar sem þessi græni er í aðalhlutverki í dag .Ég á eftir að sýna ykkur meira af þessari fallegu pallettu, enda strax farin að grípa í hana fyrir hvaða tilefni sem er.

too faced everything nice palette 4

Afsakið léleg myndgæði, ég var að prófa nýtt flass og er ekki alveg búin að mastera það. Þessar verða að duga í bili.

Á mitt augnlokið setti ég græna litinn, too glam. Ég bleytti pensilinn aðeins, en liturinn er samt mjög þekjandi. Ég skyggði með be you (rosalega góður og hlutlaus, ljósbrúnn með gráu ívafi) og knockout, sem er dökkbrúnn. Í innri augnkrón notaði ég síðan litinn after hours og tengdi secret lovers (sanseraður brúnn) við hann undir auganu.

too faced everything nice palette

 

10802675_372570962912462_105865868_n

Ég ákvað að láta þessa fylgja með í gamni, frá því um helgina, þó það sjáist ekki vel í allt. En þarna er ég meðal annars með shiny happy (fölur gulllitaður) yfir öllu augnlokinu og blöndu af live it up (fjólublái) og secret lovers undir auganu. Þarna er ég líka með kinnalitinn papa don’t peach (get it?), en ég er mjööög hrifin af honum.

Aðeins að lokum. Ég er stundum svolítið hikandi við að blogga um vörur sem fást ekki á Íslandi, en ég tók samt ákvörðum um það um daginn að það væri vitleysa hjá mér. Stærsti hlutinn af förðunarvörunum mínum er verslaður erlendis frá og ef ég myndi sleppa því að blogga um þær vörur væri bloggið ekki upp á marga fiska. Það er tiltölulega auðvelt að panta snyrtivörur erlendis frá og ég skal glöð leiðbeina fólki ef það hefur einhverjar spurningar. Ég versla yfirleitt frá UK, þar sem vörurnar eru fljótari á leiðinni (ég er mjög óþolinmóð) og aðgengilegri, en einstaka USA pöntun kemur í póstkassann minn. Svona fyrir utan þetta allt saman, þá bý ég úti á landi núna og satt að segja er auðveldara að versla á netinu vörur erlendis frá heldur en frá okkar ástkæra landi. Það vantar því miður aðeins upp á að vörur séu nógu aðgengilegar á netinu, en nokkrar síður eru þó algjör undantekning, eins og til dæmis make up store og haustfjörð.is

Ég veit að flestar verslanir bjóða upp á að senda í póstkröfu, en þegar það eru ekki upplýsingar um vöruna á netinu heillar það mig ekkert sérstaklega að kaupa hana.

Ég tek því fagnandi að vöruúrvalið á Íslandi fari stækkandi með hverjum mánuðinum sem líður og ég er ekki sammála því að álagning á snyrtivörum sé upp úr öllu valdi hér. Það kostar sitt að flytja vörurnar inn, rétt eins og þegar þú borgar toll og vsk fyrir vörurnar sem þú kaupir sjálfur erlendis frá. Ég sæki í úrvalið úti vegna þess að það er svo mikið til af fallegum og sniðugum vörum þar sem ekki eru (ennþá) til á Íslandi. 🙂

Ég vona líka fyrst og fremst að farðanirnar sem ég geri geti gefið fólki hugmyndir, því það er ekki nauðsynlegt að eiga alltaf það flottasta og nýjasta til að ná svipuðu lúkki fram. Ég er persónulega alls ekki merkjafrík þegar kemur að förðunarvörum og ég hvet fólk til þess að prófa sig áfram með vörur sem það á fyrir ef það er ánægt með þær. Það er ekki að ástæðulausu sem ég nota stundum bara orð eins og ‘brúnn augnskuggi’ þegar ég er að sýna hvernig ég geri einfaldar farðanir.

En nú er ég farin að tala of mikið og það nennir enginn að lesa það.

xx

 

One thought on “Too faced everything nice set!

Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: