Deeply dashing!

Fés dagsins breyttist úr svörtu gotharamokey í glitrandi gleði.

mac pressed pigmend deeply dashing 1

Ég byrjaði á því að setja svartan grunn yfir allt augað (ég nota yfirleitt þar til gerðan augnskuggagrunn eða svartan blýant) og dreifði vel úr honum. Í skygginguna setti ég ferskjulitaðan og rauðbrúnan augnskugga. Undir augað fór KIKO long lasting eyeshadow stick í rosy brown (05). Yfir þetta svarta setti ég síðan (blautt) pressed pigment frá MAC sem heitir Deeply dashing og skellti svo á mig maskara. Enginn eyeliner eða augnhár í þetta skiptið. Mig er búið að ‘vanta’ þetta pigment lengi og splæsti í það um daginn.

mac pressed pigment deeply dashing 3

Pigmentið er svona ljós/medium-brúnt og virkar eins og það sé með appelsínugulum undirtón í fyrstu, en mér finnst það örlítið kaldara þegar það er komið á húðina. Það er (eins og flest pressed pigment frá MAC) ekkert rosalega þétt í einni stroku, en það er vel hægt að byggja það upp og það er sérstaklega fallegt þegar það er notað blautt. Þetta er hlutlaus litur sem allir púlla. Pigment af þessari gerð finnst mér sérstaklega sniðug til að pimpa upp látlausa dagförðun ef maður þarf að gera sig tilbúinn fyrir kvöldið í flýti.

mac pressed pigment deeply dashing 2

Í augabrúnunum er ég með Aquabrow frá Make Up For Ever og Brow artist plumper frá L’Oréal. Maskarinn er Maybelline Colossal go extreme! leather black. Varalitinn ættuð þið að vera komin með á hreint, en þetta er by starlight frá Melt cosmetics. Ég er viss um að það eru sumir farnir að æla upp í kok þegar ég segi nafnið á þessum varalit.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: