Ég ætlaði mér að búa til nýjan óskalista yfir hluti sem mig langar óstrjórnlega mikið í, eins og ég gerði hér, en áttaði mig fljótlega á að ég væri frekar lituð af útlandaferðinni minni eftir 10 daga. Verandi á leið til Frakklands, þá urðu nokkrar franskar húðvörur allt í einu ómissandi á snyrtiborðið mitt. Fyrir... Continue Reading →
MAC Glitter brilliants – 3D pink
Ég er glimmerpervert og þess vegna hoppaði ég hæð mína af kæti þegar mér var gefið eitt fallegasta glimmer sem ég hef séð í afmælisgjöf. Þetta er eitt af glitter brilliants frá mac, í 3D pink. Ég veit, ég er að blogga um glimmer. Ef þú fílar ekki glimmer skaltu bara fara eitthvert annað. Þetta er... Continue Reading →
Meira mica frá coastal scents!
Ég bloggaði um coastal scents mica púðrin hér um daginn og hvað ég nota þau ótrúlega mikið. Mig langar að sýna ykkur mitt uppáhalds pigment, chamelion glitter. Þó að nafnið gefi annað til kynna, þá er þetta þétt og fallegt pigment af duo chrome toga, ekki neitt líkt glimmerögnum. Ég er búin að nota það rosalega mikið... Continue Reading →
matt matt matt
Um helgina gerði ég látlaust og matt lúkk sem mér finnst gott að grípa í þegar ég nenni ekki að vera mikið máluð. Í þetta skiptið notaði ég gamla TBS palettu sem er búin að fylgja mér út um allt. Í henni eru 4 mattir litir (sá ljósasti er með smááá glimmeri í) sem ganga... Continue Reading →
Afmælis!
Í gær átti ég afmæli og varð tuttuguogeitthvað. Ég var dekruð í drasl af fjölskyldunni og við áttum góðan dag saman, heima og ekki heima. Ég borðaði fyrir næstu tvær vikurnar og hef ekki fengið svona marga afmælispakka síðan ég var 11 ára. Takk fyrir allar kveðjurnar og gjafirnar elsku fólk nær og fjær! Afmælisfésið... Continue Reading →
Súkkulaðivarir!
Undanfarna mánuði hef ég verið mjög hrifin af brúnum vörum og þá sérstaklega dökkbrúnum. Ég hef aldrei verið mikið fyrir að nota nude eða ljósbrúna varaliti, en eftir að það fór að verða 'leyfilegt' aftur að blanda dekkri blýant inn á varirnar hef ég fallið fyrir nokkrum samsetningum. Þetta getur endað hræðilega, svolítið nineties, en mér finnst... Continue Reading →
flashback
Fyrir rúmu ári síðan gerði ég svolítið sem ég hafði ætlað að gera í 10 ár, náði mér í meiköpp diplómuna mína. Mig langar að deila með ykkur myndum úr lokaverkefninu/-prófinu mínu í Mood make up school. Tvær af þeim eru teknar af Binna ljósmyndara og hinar af mér. Myndvinnsla, stílisering, meiköpp og hár er mitt.... Continue Reading →
Anastasia dipbrow (og freknur!)
Ég ætlaði alltaf að segja ykkur frá uppáhalds vörunni minni til að nota í augabrúnir og sýna ykkur hvernig ég geri mínar. Ég keypti mér anastasia beverly hills dipbrow í byrjun ársins og hef ekki getað notað annað síðan, þangað til ég dekkti á mér hárið! Þetta er krem-/gelkennd formúla sem notuð er með bursta. Ég... Continue Reading →