Anastasia dipbrow (og freknur!)

Ég ætlaði alltaf að segja ykkur frá uppáhalds vörunni minni til að nota í augabrúnir og sýna ykkur hvernig ég geri mínar. Ég keypti mér anastasia beverly hills dipbrow í byrjun ársins og hef ekki getað notað annað síðan, þangað til ég dekkti á mér hárið! Þetta er krem-/gelkennd formúla sem notuð er með bursta. Ég á dipbrow í blonde og hann er nú orðinn full ljós fyrir mig. Ég fann samt fullkominn tilgang fyrir hann (svona fyrir utan þegar ég myndi farða ljóshærðar stelpur með ljósar augabrúnir) og hef sem sagt notað hann til að ýkja og búa til freknur með. Mörgum finnst þetta kannski fáránlegt, en margir makeup artistar hafa einhverntíman þurft að búa til freknur á fólk og vita að það er ekki hægt að nota hvað sem er í það. Þessi vatnsheldi gaur er því fullkominn í verkið!’

DSC_0264
Ég nota skáskorinn bursta (208) frá mac til að bera litinn í augabrúnirnar. Hann er mjög nákvæmur.

Þegar ég er búin að farða mig sést orðið lítið í freknurnar mínar, því ég er auðvitað að reyna að hylja ör og annað og þá hverfa þær um leið. Ég hef því stundum dúmpað með fíngerðum pensli á þær, með einhverju í hlutlausum, ljósbrúnum lit og ef ég er með mikla og dökka augnmálningu finnst mér voða hressandi að búa mér til slatta af freknum.

frreeeekkkkegangaejgau

DSC_0269

Maður þarf bara að passa sig að dúmpa með puttunum eða beautyblender yfir þær, því annars gæti maður orðið eins og Karíus og Baktus.

DSC_0268
209 frá mac, sem ég nota venjulega í eyeliner, nota ég til að búa til freknur.

Hvað anastasia dipbrow varðar þá mæli ég með honum og verð að næla mér í nýjan lit. Ég hallast helst að chocolate, en það er samt nýbúið að fjölga brúnu litunum og ég á eftir að athuga það betur. Mig langar líka að prófa fleiri vörur frá merkinu. Í augnablikinu er ég að nota gamla góða Body Shop kittið mitt í augabrúnirnar, en þar sem það er ekki vatnshelt dugir það mér ekki eins vel í ‘góða veðrinu’ í sumar. Það er samt alltaf klassískt og gott 🙂

7 thoughts on “Anastasia dipbrow (og freknur!)

Add yours

  1. Hæhæ, nei því miður fæst þetta ekki hér. Það er frekar erfitt að fá anastasia vörurnar öðruvísi en frá USA, en ég pantaði sjálf frá cultbeauty.co.uk, svoleiðis að það var aðeins fljótara á leiðinni 🙂
   Mbk
   Birna

   Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: