matt matt matt

Um helgina gerði ég látlaust og matt lúkk sem mér finnst gott að grípa í þegar ég nenni ekki að vera mikið máluð. Í þetta skiptið notaði ég gamla TBS palettu sem er búin að fylgja mér út um allt. Í henni eru 4 mattir litir (sá ljósasti er með smááá glimmeri í) sem ganga við allt og eru í raun og veru nauðsynlegir í skyggingu fyrir hvaða lúkk sem er. Ég á svipaða eða alveg eins útgáfu af þessum litum frá mac í kittinu mínu, en mér finnst bara svo þægilegt að geta gripið þessa gömlu góðu pallettu með mér út um allt. Pallettan fæst auðvitað ekki lengur í TBS, en ég mæli með að kíkja á makeup geek og í mac til að koma sér upp svona basic litum, en makeup geek eru töluvert ódýrari og gæðin eru svipuð.

The Body Shop Spring 2011 Boho Beauty palette
Litirnir eru örlítið meira vibrant heldur en þeir virðast á myndinni og ekki svona dimmir.

Þegar ég sleppi eyeliner og sanseruðum augnskuggum finnst mér gaman að nota stök augnhárabúnt og stinga þeim inn á milli augnháranna til að skerpa aðeins á augunum. Þau er hægt að fá ódýr í flestum apótekum og Hagkaupum frá ýmsum merkjum. Ég nota alltaf duo augnháralímið eins og flestir aðrir.

matt1
Ég byrja á að grunna augnlokið með paint pot í painterly frá mac og setja ljósasta litinn yfir augnlokið. Síðan byggi ég upp skygginguna með grábrúna litnum smátt og smátt. Ég tek yfirleitt langan tíma í þetta til að hann blandist sem best út og það verði engar skarpar línur. Hann fer á stærsta svæðið (alveg upp á augnbeinið) og nota til þess frekar stóran og fluffy blöndunarbursta. Næst tek ég ‘appelsínugulbrúna’ litinn og dreifi honum aðeins yfir þann grábrúna með sama bursta. Að lokum set ég rauðbrúna litinn alveg í glóbuslínuna með minni blöndunarbursta og passa að hann fari ekki upp á augnbein. Undir augað set ég líka smá af grábrúna skugganum og þeim appelsínugula og blanda vel. Að lokum set ég augnhárabúntin á og svo maskara!
matt2
Á vörunum er ég með color sensation varablýant frá maybelline í litnum velvet beige. Kvæt læk dís one, eins og áður hefur komið fram.
matt3
Á húðinni er ég með cc nude magique anti redness frá l’oréal, better skin hyljara frá maybelline og rimmel stay matte púður. Kinnaliturinn heitir dame og er frá mac og svo er ég með baked to last bronzer 02 frá Body Shop. P.S. Jay Leno veit ekki ennþá um tilvist mína, svo nenniði að þegja um að hann eigi dóttur á Íslandi.
matt4
bless!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: