Í gær átti ég afmæli og varð tuttuguogeitthvað. Ég var dekruð í drasl af fjölskyldunni og við áttum góðan dag saman, heima og ekki heima. Ég borðaði fyrir næstu tvær vikurnar og hef ekki fengið svona marga afmælispakka síðan ég var 11 ára. Takk fyrir allar kveðjurnar og gjafirnar elsku fólk nær og fjær!
Afmælisfésið var frekar einfalt með nokkrum af mínum uppáhalds vörum. Á húðina setti ég mac face and body og mac pro longwear hyljara. Á augunum var ég með painterly paint pot frá mac og augnskuggana satin taupe (yfir allt lokið), omega, brun og brown script. (allir frá mac! mac, mac mac…) Svo setti ég smá stila magneficent metals í dusty rose í innri augnkrók. Gel linerinn er eye studio lasting drama frá maybelline og maskarinn volume million lashes so couture frá l’oreal. Í augabrúnunum var ég með brow and liner kit 03 frá Body Shop. Á vörunum var ég með color sensation lip liner í velvet beige frá maybelline og rétt aðeins af angel frá mac. Ég keypti maybelline linerinn í gær og ég er ekki lítið ánægð með hann. It is the shit. Hann er í mjög hlutlausum tón og dekkir varirnar örlítið. Mjúkur í ásetningu og tollir vel á. Ég dreifði honum yfir allar varirnar til að láta varalitinn tolla betur. Ég á eftir að nota þennan sjúklega mikið.
Leave a Reply