Útilegumöst!

Nú er verslunarmannahelgin að bresta á og þá stöffa flestir bílinn af svefnpokum, bjór,  grillmat og sólgleraugum og halda af stað út í móa. Ég er ekki ein af þessu fólki, en langar samt að telja upp nokkra bjútí-tengda hluti sem ég myndi hafa með mér í alvöru útilegu, hvort sem ég væri á leið á útihátíð eða bara út í rassgat með fjölskyldunni minni.
Mér finnst skipta mestu máli þegar ég er að ferðast að taka með hluti sem nýtast sem best, taka sem minnst pláss og minnstan tíma að nota. Ég vil mála mig sem minnst og þurfa sem minnst að gera nema borða snakk og horfa á annað fólk tjalda (Hvað eru mörg ‘minnst’ í því?). En svo situr húðin oft á hakanum í svona ferðum og það bitnar stundum á henni þegar heim er komið.
Ég veit svosem ekki hversu trúverðugur predikari ég er hvað þetta varðar, þar sem ég fór í smá útilegu síðustu helgi og sofnaði með farðann á mér eftir brúðkaup, augnhár og alles. Nú skarta ég þessu líka fína eldfjalli á kinninni og stórsé eftir því að hafa útskýrt muninn á bólu og fæðingarbletti fyrir dóttur minni fyrir nokkrum vikum síðan. Nú bendir hún á mig og segir ‘bólabólabóla’.
Ég er reyndar ekki útilegu’týpan’ og hef yfir höfuð ekkert gaman að því að sofa annarsstaðar en í rúminu mínu. Mér finnst tilhugsunin við það að vita ekkert í hvernig ástandi ég muni vakna daginn eftir afskaplega óhugnaleg. Þ.e.a.s hvort ég vakna á kafi í rigningarvatni eða við það að bráðna. Svo skulum við nú ekki einu sinni ræða köngulærnar og flugurnar sem maður deilir svefnstað með. Þegar maður opnar augun á morgnana lýtur litla mýflugan sem hefur klemmst á milli himins og tjalds út eins og heljarinnar tarantúla. Í ljósi frétta upp á síðkastið tók ég meira að segja ákvörðun um að sofa í sokkabuxunum eftir brúðkaupið, því ég var svo hrædd um að skógarmítlarnir myndu éta af mér fótleggina. Þessa ákvörðun tók ég reyndar eftir nokkra bjóra, en ég er viss um að ég myndi ekki breyta neinu í dag.
 Hvað um það… hér koma nokkrir hlutir sem mér finnst nauðsynlegt að hafa með mér í útilegu!
útilegukit
Vitamin C spray – The Body shop – Þetta frískar uppá myglað andlit og lætur meiköppið tolla lengur. Þetta er alltaf í töskunni minni.
Garnier BB cream – BB krem eða eitthvað sambærilegt. Maður nennir nú ekki að vera löðrandi í meiki í útilegu.
Vitamin C rakakrem – The Body shop – Þetta krem er með SPF 30 og er því mjög sniðugt til að slá tvær flugur í einu höggi.
Bobbi brown blotting paper – Í sólinni finnst mér gott að hafa blotting tissjú til að taka mestu olíuna af andlitinu. En það eru nú sem betur fer ekki allir jafn óheppnir með andlit og ég.

 MAKE UP STORE cover all mix – Þessi er uppáhalds þegar ég er að ferðast. Allir litirnir á einum stað og auðvelt að blanda saman.

Benetint – Benefit – Þetta er “varablek” í fallega bleikum lit sem hægt er að byggja upp. Sniðugt ef maður nennir ekki sífellt að vera að spá í varalitnum sínum, en vill samt hafa einhvern lit á vörunum. Liturinn gengur inn í varirnar og smitast ekki. Svipað fæst hjá Body Shop. Það sniðugasta við þetta er að hægt er að nota það sem kinnalit líka.

Nivea sun care – Sólarvörn… á kannski ekki við þetta sumar.

Clearasil Cleansing pads – Sniðugt til að nota á eftir makeup remover þurrkum, því þær hreinsa ekki allt. Þessir eru mjög öflugir.

Garnier face wipes – Mér finnst þetta vera langbestu hreinsiklútarnir. Þeir eru passlega blautir og eiga meira að segja að duga í tvö skipti hver. Ég hef reyndar ekki látið reyna á það, enda alltaf stríðsmáluð. En hreinsiklútar eru möst í útilegur! Þessir eru fyrir normal/blandaða húð.

Mac bronzing powder – Ég nota matte bronze fyrir sem eðlilegast útlit.

Burt’s bees lip balm – Góður varasalvi er nauðsynlegur.

Batiste dry shampoo – Þurrsjampó er mesta snilldin þegar kemur að útilegum og maður veit ekki hvar næsta sundlaug er. Batiste býður upp á margar útfærslur og er mjög ódýrt.

Cotton pads – Þeir fylgja mér hvert sem ég fer ef ég er með sér augnfarðahreinsi og toner.

Lancôme hypnose waterproof mascara – Vatnsheldur maskari er auðvitað nauðsynlegur á þessu rigningarpleisi! Þessi er sérstaklega góður.

Hand sanitizer – Handhreinsigel eru algjör snilld þegar maður er búin að skella sér á kamarinn. Best er að finna eitthvað sem gefur góðan raka í leiðinni. Þau fást á flestum bensínstöðvum.
Góða helgi kæru börn! Skemmtið ykkur fallega og ekki gera neitt sem ég myndi gera!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: