MAKE UP STORE cover all mix – Þessi er uppáhalds þegar ég er að ferðast. Allir litirnir á einum stað og auðvelt að blanda saman.
Benetint – Benefit – Þetta er “varablek” í fallega bleikum lit sem hægt er að byggja upp. Sniðugt ef maður nennir ekki sífellt að vera að spá í varalitnum sínum, en vill samt hafa einhvern lit á vörunum. Liturinn gengur inn í varirnar og smitast ekki. Svipað fæst hjá Body Shop. Það sniðugasta við þetta er að hægt er að nota það sem kinnalit líka.
Nivea sun care – Sólarvörn… á kannski ekki við þetta sumar.
Clearasil Cleansing pads – Sniðugt til að nota á eftir makeup remover þurrkum, því þær hreinsa ekki allt. Þessir eru mjög öflugir.
Garnier face wipes – Mér finnst þetta vera langbestu hreinsiklútarnir. Þeir eru passlega blautir og eiga meira að segja að duga í tvö skipti hver. Ég hef reyndar ekki látið reyna á það, enda alltaf stríðsmáluð. En hreinsiklútar eru möst í útilegur! Þessir eru fyrir normal/blandaða húð.
Mac bronzing powder – Ég nota matte bronze fyrir sem eðlilegast útlit.
Batiste dry shampoo – Þurrsjampó er mesta snilldin þegar kemur að útilegum og maður veit ekki hvar næsta sundlaug er. Batiste býður upp á margar útfærslur og er mjög ódýrt.
Cotton pads – Þeir fylgja mér hvert sem ég fer ef ég er með sér augnfarðahreinsi og toner.
Lancôme hypnose waterproof mascara – Vatnsheldur maskari er auðvitað nauðsynlegur á þessu rigningarpleisi! Þessi er sérstaklega góður.
Leave a Reply