Coastal scents mica powders

Ég er svo mikill seiðkarl. Ég ákvað í vetur að fara að búa til og pressa augnskugga úr pigmentum og hafði heyrt góða hluti af mica powders frá Coastal scents. Þið kannist örugglega mörg við Coastal scents, en þeir eiga ’88 palettes’, sem eru mjög vinsælar. Mér hefur nú aldrei þótt þær neitt sérstakar, en samt sem áður mjög sniðugar fyrir byrjendur í sem eru að safna sér litum. Ég á svipaða frá ELF sem ég gríp í ef mig vantar einhvern einn mjög sérstakan lit

En ég sem sagt ákvað að panta mér nokkra liti og gera smá tilraunir. Fyrir þá sem ekki vita, þá eru mica púður grunnurinn í augnskuggum og pigmentin eru eins og lausir augnskuggar. Það er síðan hægt að gera allskonar kúnstir með púðrin, bæði til að fá út mismunandi áferðir og liti. Þetta er sama sagan og með varalitina sem ég var að prófa mig áfram með síðasta vetur. Ég hef reyndar ekki ennþá komist á fullt í að pressa augnskugga úr púðrunum, en ég nota þau mikið laus.

metalliccoppermauvequartz

Ég c.a 15 ‘prufur’, en púðrin koma í litlum plastpokum og þú færð slatta fyrir peninginn. Ég er ekki búin að klára neitt af þeim, en er samt búin að leika mér helling. Ég nota þau yfirleitt blaut eins og önnur pigment. Ég set smá á burstann, spreyja síðan vatni eða setting spreyji á hann og strýk honum yfir augnlokið eða dúmpa.

DSC_0480
Manganese violet, mauve quartz og metallic copper

Á myndunum nota ég 3 af uppáhalds litunum mínum, sem ég mun örugglega koma til með að panta í fullri stærð. Mörg af púðrunum eru ‘duochrome’ og breytast eftir því hvernig ljósið fellur á þau. Ég er algjör sökker fyrir svoleiðis! Mörg þeirra sem eru í boði á síðunni eru svipuð augnskuggum sem þið þekkið og það er hægt að finna ‘dupes’ af allskonar mac pigmentum þar. Gæðin eru ekki síðri, ég elska mac pigmentin mín, en þetta er heilagur sannleikur.

IMG_6188
koparliturinn er behoootifool. Hann er minnir mig á copper sparkle frá mac.
IMG_6185
Ég notaði bara þessa þrjá liti, augnprimer og svartan eyeliner. Mjög ísí!

IMG_6181

Ég á án efa eftir að sýna ykkur meira af þessum dásemdum, en ég nota þetta mikið þegar ég geri kvöldfarðanir. Mæli með því að þið smellið ykkur á nokkra liti! Einn svona lítill poki kostar 1-3 dollara, en sendingarkostnaðurinn er stærsta dæmið. Svo er þarna líka himnaríki fyrir glimmersjúklinga eins og mig!

 

DSC_0455

Mælimeððí!

XX

 

 

 

One thought on “Coastal scents mica powders

Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: