Augabrúnavídjó

Ég gerði í dag lítið og ómerkilegt video í símanum mínum af því hvernig ég móta á mér augabrúnirnar með brow and liner kittinu frá The Body Shop. Eins og ég sagði frá um daginn var ég byrjuð að nota dipbrow frá Anastasia Beverly hills, en það er orðið full ljóst fyrir mig núna svo ég leitaði aftur til þessa gamla vinar. Ég nota lítinn skáskorinn bursta frá mac, 208, til að bera púðrið í brúnirnar með. Ég byrja á að ramma þær inn og bleyti burstann örlítið svo að línurnar verði skarpari. Næst fylli ég inn í þær og passa að setja lítið fremst/innst og mjög mjúklega. Svo nota ég hyljara til að fínpússa í kring. Hann set ég á með skáskorna burstanum frá TBS og nota blender burstann til að mýkja línuna. Það er misjafnt eftir dögum/förðunum hvernig ég vil hafa augabrúnirnar, en í dag vildi ég hafa þær frekar þykkar og mótaðar. Vonandi hjálpar þetta einhverjum, en í versta/besta falli getur kannski einhver hlegið að mér, því þetta er mjög fáránlegt video.

 

browandlinerkit

brbrbrbr
Frekar alvarleg, enda grafalvarlegt mál.. augabrúnir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: