SocialEyes augnhár

Ég tek því alltaf fagnandi þegar eitthvað bætist í förðunarvöruflóruna á Íslandi. Í þetta skiptið eru það augnhárin frá SocialEyes. Mér finnst úrvalið af augnhárum hér á landi vera löngu orðið of þreytt og vanta smá update. Með update meina ég ekki að það vanti fleiri gáma af plasthárum af aliexpress, enda eru gæðin alveg eftir verðinu, bandið á þeim frekar stíft og hárin í flestum tilfellum mjög gervileg. Þau eru fín við ýktari farðanir eins og fitness, en mér finnst vanta meira af dramatískum augnhárum sem líta náttúrulega út.

Yfirleitt hef ég verslað augnhár erlendis frá (þá af legit síðum sem selja förðunarvörur) og stundum í mac, en fjárhagurinn leyfir seinni kostinn sjaldnar. SocialEyes eru í eign Karissa Pukas, sem einhverjir kannast við af youtube, og eru handgerð ur mannshárum. Þetta hljómar alltaf jafn funky, en árangurinn er mjög eðlilega útlítandi augnhár. Þau eru ekki eins gervileg og þau sem gerð eru úr nylon/trefjum og persónulega finnst mér tilhugsunin betri að nota mannshár heldur en minkahár.

SocialEyes verða í sölu á haustfjord.is og eiga að koma inn í þessari viku svoleiðis að ég er mjög spennt. Ég hef mestan augastað á þessum 3:

Tease
Þessi heita ‘tease’ og eru hálf. Ég nota mikið hálf augnhár og sting stundum öðru búnti ofan á fyrir dramatískara lúkk.
Vamp
Þessi heita ‘vamp’ og eru mjög fíngerð og þétt, án þess þó að vera bein eða regluleg.
Glamourous
Þessi heita ‘glamorous’ og eru þau sem ég er spenntust fyrir. Ég nota mest svona ‘wispy’ augnhár sem standa út í allar áttir. Bandið er glært, sem er mjög mikill kostur.

Hlakka til að prófa og hvet ykkur til að gera slíkt hið sama!

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: