Svona kaldir hálsbólgudagar kalla á rauðan varalit. Mér líður einhvernveginn alltaf mikið betur þegar ég er búin að skella einum svoleiðis á mig, eins klisjukennt og það hljómar. Vondir hárdagar breytast í fabjúlös hárdaga og þar fram eftir götunum. Ég notaði örfáar vörur í dag og fókuseraði á varalitinn, sem er minn uppáhalds bjarti, rauði litur, So Chaud frá Mac.
The Body Shop All in one cheek colour 04
Mac face and body foundation. Það er ótrúlega falleg áferð sem kemur af þessum létta farða.
Maybelline better skin concealer.
Maybelline eye studio lasting drama eyeliner. Þessi klikkar bara ekki og er á svo góðu verði
Mac So Chaud
Mac Vanilla pigment. Þetta er hlutlaust pigment í kremhvítum lit sem gefur fallega satínáferð.
Smashbox photo finish foundation primer. Þessi jafnar húðina vel út og heldur farðanum á sínum stað.
Maybelline Rocket volume mascara.
The Body Shop Strawberry lip butter. Núna þegar það er farið að frosta nota ég varasalva undir varaliti og þessi er uppáhalds!
Fjölskyldan mín vildi vera með á einni mynd, sem breyttist óvart í seríu. Katla Eldey hefur mikinn áhuga á varalitum eins og sjá má. Ég veit ekkert af hverju…
xx
Leave a Reply