Örstutt færsla fyrir helgina, en svo er ég farin til Reykjavíkur með fjölskyldunni og verð fram í næstu viku.
Mér er stundum sagt að ég noti óhefðbundin (eða over the top!) gerviaugnhár sem henta ekki öllum og þess vegna langar mig að mæla með þessari týpu af Red Cherry, #43. Þessi ættu allir að geta púllað, en þau eru fíngerð, með glæru bandi og hárin eru í búntum. Þau lengjast út í ytri augnkrók og gefa því mjög klassískt lúkk. Þau eru löng, en ekki of ýkt.
Red cherry kaupi ég yfirleitt af ebay, en þau eru mjög ódýr og hægt að fá góðan díl á mörgum í pakka hjá sumum seljendum. Síðast þegar ég pantaði þurfti ég ekki að borga neinn toll og þau voru komin á innan við viku.
Góða helgi!
xx
Leave a Reply