Það eru komnar nokkrar vikur síðan ég fékk vörur frá Skyn Iceland að gjöf, en eins og þið vitið tek ég mér alltaf smá tíma í að prófa og pæla áður en ég opna á mér kjaftinn. Ég á erfitt með að finna húðvörur sem henta mér og veit að það eiga fleiri en ég lager... Continue Reading →
Myndband: Uppáhalds í október!
Skellti í eitt svona í gærmorgun, langt síðan síðast! Nú fara vídjóin að koma inn með reglulegra millibili. Endilega skiljið eftir athugasemd ef þið hafið eitthvað skemmtilegt að segja! Ef ekki, þá mæli ég frekar með því að þið sparkið í vegg, farið í bað eða fáið ykkur te. https://www.youtube.com/watch?v=vSqthIbyCCA xx
Hárvörur – uppáhalds!
Mig langar að segja ykkur frá þeim hárvörum sem ég hef verið að nota undanfarnar vikur/mánuði. Ég er mjög vandlát þegar kemur að hárvörum og frekar vanaföst. Ég er með fíngert, aflitað hár sem á það til að þorna svolítið, en með þessum vörum hef ég getað haldið því þokkalega góðu. 1.Ég er með exem í... Continue Reading →
Óskalisti!
Ég ákvað að herma eftir Rebekku Einars og skella í óskalista með vörum sem fást (flestar!) á Íslandi. Ég hef ekki gert óskalista síðan síðasta vetur held ég bara! Ég sé reyndar núna að fæst af þessu er makeup, en ég viðurkenni að stundum upplifi ég það að mig langar bara ekki neinar förðunar- eða... Continue Reading →
Haustförðun
Ég skellti í einfalt (3 mín! ég gat það! án gríns) haustförðunarvídjó (augnförðun only) í dag. Prófaði að gera voiceover í 2. skiptið og auðvitað er fáránlegt dósahljóð í mér eins og síðast, en ég vona að þið látið það ekki trufla ykkur. Gæðin eru líka eitthvað glötuð, litirnir asnalegir og BARA ALLT ÓMÖGULEGT!!! Nei... Continue Reading →
M-Design ullarflíkur!
Mér bauðst fyrir stuttu að fá tvær flíkur frá merkinu M-Design (Cold.is) og sýna ykkur. M-design er stofnað af Margréti Árnadóttur og hefur í yfir 20 ár boðið upp á flíkur úr íslenskri ull. Þetta er fjölskyldufyrirtæki og snillingurinn hún Ragga Ragnars (sundkona og leikkona meðal annars, en einhverjir kannast örugglega við hana undir 'heilsupressan' á snapchat!) er... Continue Reading →
Concrete Minerals
Fyrir nokkrum vikum síðan fékk ég gjöf frá Akila.is. Akila selur vörur frá merkjum sem margir kannast við, eins og The Balm og Pixi beauty. En þau selja einnig Concrete minerals vörur, sem kannski færri hafa heyrt um. Concrete minerals kom á markað árið 2009 og fókusar á að selja pigmentaðar vörur með færri og hreinni innihaldsefnum heldur... Continue Reading →
SHADE
Það þarf engan stjörnusérfræðing til að finna það út að ég er sökker fyrir hauskúpum og öllu sem glansar og glitrar. Þegar ég sá mynd á Instagram af væntanlegri línu hjá Make Up Store, SHADE, bókstaflega frussaði ég slefi yfir símann minn. SHADE er hönnuð af stofnanda snyrtivörufyrirtækisins, Mika Liias. Umbúðirnar eru háglans, silfurlitaðar og... Continue Reading →
Andlitsolía!
Ég er alltaf smá hikandi við að nota olíur á húðina mína. Ég veit samt að olía er ekki það sama og olía og stundum þarf ég bara að minna sjálfa mig á það. Þegar mér bauðst að prófa ‘Oils of life’ andlitsolíuna frá The Body Shop kom upp smá olíudólgur í mér og ég ákvað... Continue Reading →