Nýr varalitur, gleði og hamingja.

Á næstu dögum ætla ég að segja ykkur frá 5 nýjum ástum í lífi mínu, en það eru allt lip products (enskan verður að duga í bili, ‘varavörur’ hljómar ekki nógu vel) og þetta er fyrsta varavaravaravaran í hópnum. Þetta er grár/taupe varalitur frá Kiko – Luscious cream #524. Ég sá hann fyrst á blogginu hennar Lindu Hallberg fyrir nokkrum dögum síðan, en Lindu kannast eflaust einhverjir við. Þetta var ást við fyrstu sýn og ég bókstaflega hljóp inn í KIKO í Köln um daginn og nældi mér í eintak. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, en ég hef einmitt verið að leita mér að varalit í þessum tón lengi. Hann kostaði minnir mig ekki nema 6.90 evrur og má duga ansi skammt fyrir þann pening. Hann er hins vegar mjög þægilegur í ásetningu, tollir vel á og hefur passlegan glans. Ég reyndar á eftir að finna varablýant til að para við hann, en ég held í vonina um að ‘stone’ frá mac sé maðurinn í málið.

I’ve got 5 new lip products to talk about and let me present the first one! It’s a gray / taupe lipstick from Kiko – Luscious cream #524. I first spotted it on Linda Hallberg’s blog a few days ago and it was love at first sight! I picked it up at the KIKO cosmetics store in Cologne the other day and let’s just say I wasn’t disappointed. I ‘ve been on the hunt for a lipstick in this shade for so long. I think it was 6.90 euros and it’s a very good product for the price! It’s long lasting, creamy and not too glossy. I still haven’t found a lipliner to wear with it, but I’m pretty sure that ‘stone’ from mac will fit just right. Have to get my hands on that one!

kiko7

collash
…Já og ég er orðin dökkhærð. Surprise surprise! Verð svo örugglega orðin ljóshærð eða bleikhærð eftir viku.

kiko1

kiko6

kiko8
Umbúðirnar eru frekar óhefðbundnar, en hann kemur í einhverskonar holographic hylki og maður smellir lokinu niður án þess þó að það fari úr hylkinu. Ég var eitthvað að klóra mér í hausnum yfir þessu og þá benti Toggi mér á að þetta væru náttúrulega afar hentugar umbúðir, þar sem liturinn á aldrei á hættu að opnast í töskunni eða skrúfast upp. Mjög góður punktur!

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: