Draumadót!

Þetta er listi drauma minna eins og er! Uppsetningin er algjörlega random, ég þrái þetta kerti alls ekki mest af öllu.

Maður má nú láta sig dreyma!

P.S. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var búin að skrifa færsluna að ekki eina af þessum vörum (held ég) er hægt að fá á Íslandi! Ég veit ekki hvort það segir meira um búðarápið mitt á netinu eða vöruúrval á Íslandi!

bibbbibbi

 

1. Jo Malone wood sage and sea salt ilmkerti. Þessi lína er búin að fá ótrúlega mikið umtal, þar sem fyrirtækið var mjög duglegt við að senda bloggurum preview áður en hún kom í verslanir. Ég kíkti á hana í Douglas í Þýskalandi og lyktin á alla þessa athygli skilið. Sem ilmvatn held ég að ég myndi ekki nota hana mikið, en ilmkertið væri ég til í að eiga.

2. Bleikur Clarisonic. Mig hefur lengi langað í hann, en ennþá meira eftir að ég sá hann í þessum lit! Ég er svo viss um að húðin á mér myndi stökkbreytast ef ég ætti þennan gæja. Sérstaklega í bleiku.

3. Kat Von D lock it foundation. Þessi fljótandi farði á víst að vera mjög áferðarfallegur og full coverage. Einmitt það sem ég leita að í farða. Ég er svolítið að vesenast á milli tveggja lita, en ég held samt að ég taki sénsinn á öðrum þeirra og panti hann fljótlega.

4. Vita liberata brúnkufroða. Þessi endist í 2-3 vikur og myndi einfalda lífið mitt helling. Að setja á mig brúnkukrem er eitt það leiðinlegasta sem ég geri, en mér finnst ég verða að gera það, því húðin á mér er glær. Hún kostar hátt í 7þús, sem þýðir að hingað komin yrði verðið eitthvað yfir 10. Mér finnst það pínu brútal, en ef hún virkar eins og hún á að gera, why not?

5. Anastasia Beverly Hills Tamanna palette. Ég hef hingað til ekkert verið að missa mig yfir anastasia pallettunum og bomburnar sem þær eru gerðar í samstarfi við eru yfirleitt ekki mín idol. Ég er ekki nógu litaglöð þegar kemur að augnskuggum. Þessi hins vegar inniheldur fullt af litum sem ég myndi nota og ég er sérstaklega skotin í ‘sangria’ sem er niðri í vinstra horninu.

6. Hourglass Veil mineral primer. Primer með satin áferð sem á að fylla upp í holur og hrukkur. Hef heyrt mikið talað um hann og er sökker fyrir góðum primerum, enda með fullt af allskonar í andlitinu sem þarf að fylla upp í.

7. Önnur snilld frá Hourglass. Ambient Ligthing blush palette. Þessi kemur ekki út fyrr en í október og aðeins í takmörkuðu upplagi, en hólí moðer hvað hún er falleg! Umbúðirnar flottar og litirnir lofa góðu.

8. Illamasqua melange naglalakk. Ég er að sjá myndir af þessu lakki út um allt og það er farið að birtast þegar ég loka augunum.

9. Þessir hafa verið á ‘kannski kaupa’ listanum mínum í nokkra mánuði. Too faced melted varalitirnir. Litirnir eru svo fallegir og litsterkir að ég gæti borðað þá.

 

bibbibbi1

10. Glamglow æðið hefur staðið yfir í nokkurn tíma og ég er ekki ennþá búin að réttlæta maskakrukku sem kostar yfir 8þús fyrir sjálfri mér. Supermud clearing treatment maskinn hljómar samt ótrúlega vel og á að vera góður fyrir bólubörn eins og mig sjálfa.

11. Tom ford black cherry naglalakkið er eitt það fallegasta sem ég hef séð. Fullkomið fyrir veturinn. Það virkar svart, en er alveg djúprautt.

12. Zoeva burstarnir eru elskaðir af mörgum bjútí gúrúum, en ég heillaðist sérstaklega af þessu setti, því ég elska rósagull. Ég fann þá hvergi í Þýskalandi (merkið er þýskt), en þeir verða alveg pottþétt mín næstu burstakaup. Það eru 8 burstar í settinu, en á myndina vantar augnskuggaburstana.

13. Síðast en ekki síst eru það colour pop augnskuggarnir. Þetta eru mjög (MJÖG) pigmentaðir augnskuggar og kosta 5 dollara stykkið! Litavalið er ótrúlegt og ég fatta eiginlega ekki hvernig þeir geta selt svona góða skugga svona ódýrt og samt í umbúðum, en ekki ‘pans’. Ég held ég verði að næla mér í nokkra liti fyrir jól!

xx

 

4 thoughts on “Draumadót!

Add yours

    1. Ég hef því miður ekki ennþá orðið svo heppin að eignast Vita liberata, en það fæst í Sephora. Það eru samt til nokkrar týpur af því svo ef þú splæsir skaltu passa þig að taka það rétta 🙂

      Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: