Það er búinn að vera einhver jólafílingur í mér í nokkra daga núna. Ég veit, fáránlegt. Það eru næstum því 2 mánuðir í jólin. Ég hef samt undanfarið verið að spá í jólafötum, jólagjöfum, smákökum og jólalyktum. Þetta er í fyrsta skiptið í langan tíma sem ég er ekki að vinna í Kringlunni/Smáralind innan um förðunar- og snyrtivörur á þessum tíma árs, en það hefur sína kosti og galla. Kostirnir eru þeir að ég verð sennilega ekki orðin leið á jólunum áður en þau koma, en mér finnst líka alveg rosalega gaman að hafa afsökun til þess að klæða mig í kjól og setja á mig glimmer og rauðan varalit á þriðjudegi.
..Æææjj hvern er ég að reyna að plata. Ég hef hingað til ekki þurft afsökun til þess.
Hvað augnförðun varðar finnst mér fátt sparilegra heldur en falleg metaláferð og skellti í smá koparlúkk í tilefni þess að það eru 74.733 mínútur í jólin þegar þetta er skrifað.
Í þetta skiptið byrjaði ég á því að skyggja. Mér fnnst það oft þægilegra þegar ég er að vinna með metalaugnskugga og pigment, þar sem hamagangurinn við blöndunina getur skemmt áferðina á augnlokinu. Ég byrjaði á því að grunna augnsvæðið. Svo setti ég ljósan grábrúnan augnskugga í glóbuslínuna og blandaði hann upp. Næst setti ég rústrauðan á sama svæði, en ekki alveg jafn hátt upp og hinn. Á síðustu myndinni er ég svo búin að setja smá dökkbrúnan í ytri augnkrók og blanda litunum.
Þegar ég nota metalaugnskugga finnst mér oftast fallegast að teygja aðeins á aunglokinu og strjúka litnum þétt á. Þá myndast mjög falleg áferð. Þessi snilldar litur er í In the light pallettunni frá Stila og heitir Sunset. Að lokum setti ég aðeins af dökkbrúnum í neðri augnlínu, smá kopar yfir og maskara. Maskarinn sem ég notaði er nýi Maybelline maskarinn, Colossal go extreme leather black, en ég ætla að segja ykkur betur frá honum í vikunni.
Gleðileg jól! ..eða eitthvað.
xx
Great look! 🙂
http://lookbeyondbeauty.wordpress.com
LikeLike
Thank you! 🙂 xx
LikeLike
úúúú! Fallegur metallic liturinn!
LikeLike
Já, hann er það og pallettan er mjög eiguleg og falleg í heild sinni!
LikeLike