SocialEyes – Alluring

Já, ég er lifandi. Ég hef verið upptekin við allskonar mikilvæga hluti upp á síðkastið.

Nei… Sannleikurinn er sá að er komin á 3.seríu af Scandal. Ég á við vandamál að stríða. Alltaf þegar ég hef smá tíma fyrir sjálfa mig byrja ég að horfa, frekar en að mála mig eða skrifa eitthvað hér. Ekki dæma mig.

Ég lagði samt skandalinn á hilluna í smá stund til að prófa þessi fallegu augnhár frá SocialEyes, Alluring. Ég skellti því fési á mig í tilefni dagsins.

alluring3

Bandið er glært, fíngert og mjög sveigjanlegt. Augnhárin eru ekta, handunnin og virka mjög vönduð. Ég hafði ekki prófað SocialEyes áður, en er búin að ætla að gera það lengi.

Alluring myndi ég segja að væru svona glamúrös, fíngerð augnhár sem sveigjast út í endann. Þau eru ábyggilega falleg með blautum eyeliner, en ég notaði ekki svoleiðis í dag, heldur leyfði ég augnhárunum að njóta sín. Mér finnst svo gaman að nota augnhár með glæru bandi, því þau skapa svona ‘seamless’ lúkk.

alluring2

Þegar ég vinn með svona fíngerð augnhár maskara ég þau ekki. Mér finnst það (oftast) skemma lúkkið á þeim og stytta endinguna. Ég vil geta notað augnhár aftur og aftur og aftur. Ég maskara reyndar sjaldnast gerviaugnhár nema ég sé að nota stök búnt. Ég notaði duo límið góða, en það fæst í apótekum.

alluring1

Þetta eru ótrúlega falleg og klassísk augnhár. Ég sé þau fyrir mér við fallega jólaförðun og rauðan varalit.

Ég hlakka til að prófa fleiri augnhár frá SocialEyes, en þau fást á Haustfjörð.is !

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: