Pallettujól!

Ég tók saman nokkrar nýlegar pallettur/sett sem flestir makeup sjúklingar yrðu ánægðir með að fá í jólagjöf. Þar er ég engin undantekning!

Eins og venjulega er flest af þessu eitthvað sem fæst ekki á okkar ástkæra landi, en maður reddar sér nú bara þegar svona fegurð á í hlut! Ekkert væl! Ég skelli verðinu af sephora með í gamni.

 

Stila eyes are the window shadow palettes $49

s1631860-main-hero-300

Pallettan inniheldur 12 augnskugga, en kemur í 4 litum. Mér finnst þessi langfallegust, en það er örugglega út af þessum rauða lit. Hann er eitthvað svo one of a kind. Umbúðirnar eru stílhreinar og fallegar og verðið er gott. Ég fíla stila augnskugga. Þeir eru yfirleitt mjög pigmentaðir og auðveldir í notkun. Þessa má nota bæði blauta og þurra.

 

Kat Von D Star studded eyeshadow book $55

s1631506-main-hero-300

24 lita palletta með möttum, pearl og shimmer augnskuggum. Litirnir eru ekki allra, sumir af þeim eru kannski ekki jafn eigulegir og aðrir, en það er eitthvað við þessa pallettu. ‘Appelsínuguli’ liturinn held ég að gæti verið fallegur crease litur í smokey.

 

Urban Decay Vice 3 $60

s1644848-main-zoom

Þetta er palletta að mínu skapi. Burgundy, plómu- og taupe tónar eiga sér stað í hjarta mínu. 20 stykki af augnskuggum , allir með einhverri sanseringu (ég held að ég fari rétt með mál), en maður á hvort sem er alveg nóg af möttum litum. Umbúðirnar eru frekar kúl. Ég er mjööög skotin í þessari.

 

Make Up For Ever Studio case $59.50 (andvirði $93)

s1637792-main-hero-300

Mjög kúl taska sem inniheldur 12 stk af artist augnskuggum ásamt eyeliner. Ég er búin að vera mjög spennt fyrir artist augnskuggunum síðan þeir komu út fyrr á árinu og þarna er búið að raða saman nokkrum fallegum. Þú færð mikið fyrir peninginn og MUFE klikkar náttúrulega aldrei.

 

Bobbi Brown mini eye palette $35

s1645035-main-hero-300

Þessi er ekki stór, en inniheldur 8 mjög eigulega liti. Ég veit allavega að ég myndi nota þessa í drasl. Mattir, shimmer- og metallitir. Umbúðirnar eru eins og eitthvað sem maður myndi finna í snyrtiskápnum hjá ömmu, classic. Verðið er mjög sanngjarnt.

Too faced everything nice set $56 (andvirði $450)

s1640390-main-hero-300

Þarna eru 20 augnskuggar, 4 vörur fyrir andlitið, lítill maskari og burstar saman í setti. Ég er mjög hrifin af Too faced og litirnir eru bjartir og fallegir. Verðið er hlægilegt. Hún er vonandi á leiðinni til mín og ég get ekki beðið eftir að prófa hana! Þessi er winner.

 

Tarte bon voyage collector’s set and travel bag $59 (andvirði $423) 

Tarte-Bon-Voyage-Gift-Set

Ég þekki Tarte ekki nógu vel en er alltaf að verða spenntari og spenntari fyrir þessu merki, þar sem aukaefnum er haldið í lágmarki og gæðin eiga að vera mjög góð. Taskan inniheldur augnskuggapallettu með 20 litum, maskara, púður, gloss ofl. Pallettan inniheldur nánast eingöngu jarðtóna, sem er oft gott að hafa á sama stað, svoleiðis að hún er mjög praktísk. Díllinn er svipaður og á Too faced settinu, of gott til að vera satt!

 

Af því að ég er með svo stóra bólu í andlitinu (nei sko… þið skiljið ekki hversu stór hún er) og get ekki tekið makeup myndir ákvað ég að splæsa í eina svona ódýra færslu.

Þangað til næst! / Þangað til tea tree olían fer að virka!

xx

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: