Það er búinn að vera einhver jólafílingur í mér í nokkra daga núna. Ég veit, fáránlegt. Það eru næstum því 2 mánuðir í jólin. Ég hef samt undanfarið verið að spá í jólafötum, jólagjöfum, smákökum og jólalyktum. Þetta er í fyrsta skiptið í langan tíma sem ég er ekki að vinna í Kringlunni/Smáralind innan um förðunar-... Continue Reading →
Skítlétt halloween redding!
Þar sem hrekkjavakan er að ganga í garð langar mig að deila með ykkur lítilli hugmynd sem allir ættu að geta framkvæmt. Hún krefst þess að þið eigið duo augnháralím, hvíta andlitsmálningu (ég notaði inglot AMC eyeliner nr. 76) og eyelinera/augnskugga í svörtum og brúnum lit. Í roðann/brunasárið notaði ég ekkert gerviblóð, heldur bara rauðan... Continue Reading →
L’Oréal Color Riche – Dark sides of grey
Ég var svo heppin að fá að prófa tvö color riche naglalökk úr nýrri línu hjá L'Oréal, 'Dark sides of grey'. Línan inniheldur nokkur lökk með mismunandi áferð í fallega gráum, svörtum og hvítum litum. Lökkin mín eru bæði með 'latex' áferð, en ég er líka svolítið spennt fyrir 'spiked' og 'wax' áferðinni. Það sem... Continue Reading →
Ruslayfirferð
Ég var lengi að ákveða hvað ég ætti að láta þessa færlsu heita. Nafnið passar samt vel við hana, þar sem ég ætla að fara yfir ruslið inni á baði og segja ykkur hvað mér finnst um það. Þetta hljómar kannski ógeðslega, en gæti komið einhverjum að gagni. Ég ætlaði að vera dugleg að safna... Continue Reading →
L’Oréal Brow Artist Plumper & Maybelline Color Drama !
Ég fékk á dögunum nokkrar nýjungar sendar til að prófa og mig langar til að deila með ykkur tveimur í dag. Annað er vara fyrir augabrúnir og hitt er varalitur. Brow artist plumper er ný vara frá L'Oréal, en þetta er einskonar trefjamaskari fyrir augabrúnir. Hann á að lita hárin, gefa þeim fyllingu og halda þeim... Continue Reading →
Inglot freedom system – 5 mínútna smokey skref fyrir skref.
5 mínútna já. Eruð þið farin að taka eftir einhverju þema? 5 mínútna meiköpp er svolítið mikið ég upp á síðkastið. Eftir að ég eignaðist barn fattaði ég að það hafa víst ekki allir 2 klst til að hafa sig til (surprise!). Sturtuferðinar sem áður voru ekki styttri en klst, urðu að 5 mínútna lúxusstund. Að fara í sturtu... Continue Reading →
Demeter Fragrance Library
Ef þið hafið ekki heyrt minnst á Demeter fragrance library áður, þá þurfið þið að kynna ykkur þá snilld núna. Þó ekki nema bara til að hneykslast á ilmunum sem merkið býður upp á. Ég rakst á grein um þessa ilmi fyrir ári síðan ef ég man rétt, en nú hafa vinsældir þeirra aukist vegna þess... Continue Reading →
The Body Shop Chocolate box shimmer cube
Það er svolítið gaman að segja frá því að mest notaða 'pallettan' mín í gegnum árin er ábyggilega líka sú ódýrasta sem ég hef átt. Þetta er einn af shimmer kubbunum frá Body Shop og hann ber nafnið 'Chocolate box' Þessi litli kubbur inniheldur fjóra eigulega liti. Ljósastur er 'Marshmallow', sem er hlýr kampavínstónn. 'Choc chip'... Continue Reading →
Bjútímistök!
Allir sem nota húð- og förðunarvörur hafa gerst sekir um að nota þær einhverntíman á vitlausan hátt eða gera eitthvað sem getur haft óskemmtilegar afleiðingar í för með sér. Ég ætla að telja upp nokkur algeng atriði sem fólk feilar á. Ég er örugglega að gleyma fullt af mikilvægum hlutum, en þetta er það sem... Continue Reading →
Nýtt í skúffunni: Inglot tvenna
Ég var svo heppin að eignast nokkrar nýjar Inglot vörur þegar mamma og pabbi komu frá Póllandi um daginn, en fyrir þá sem ekki vita, þá eru Inglot vörurnar þaðan. Ég ætla að segja ykkur frá tvennu í dag. Annað er berjalitaður varalitur og hitt er djúpfjólublátt naglalakk með sérstaka eiginleika. Naglalakkið heitir #693 og varaliturinn... Continue Reading →