Vörurnar í myndbandinu fékk ég að gjöf frá Fudge á Íslandi. Í þessu myndbandi ætla ég að sýna ykkur hvernig ég held pastel fjólubláa hárinu mínu við með fudge vörum, en til að nálgast litina sjálfa er best að tala við fagaðila. Það er gott að hafa vissa punkta í huga þegar ráðist er í svona... Continue Reading →
First Aid Beauty!
Ég fékk fyrstu First Aid Beauty vörurnar í hendurnar í lok sumars, en ég hef verið að fá eina og eina frá Fotia.is til að testa á vandræðahúðinni minni. Ég hef fengið margar fyrirspurnir um vörurnar og ákvað að henda bara í eitt FAB blogg, þar sem ég segi ykkur frá hverri og einni vöru sem ég... Continue Reading →
Myndband: Glimmerskegg!
Ég veit hvað þið eruð að hugsa... 'aumingja maðurinn'. En það þurfti nú ekki mikið tiltal til að fá hann í þetta myndband. Hann virtist frekar spenntur þegar ég bar spurninguna upp og hafði meira að segja orð á því þegar hann vaknaði í morgun að hann saknaði glimmerskeggsins. Eins og venjulega er hljóðið að stríða okkur. Það er... Continue Reading →
Davines!
Þeir sem fylgjast mikið með mér á snappinu hafa eflaust tekið eftir því að ég fékk á dögunum að testa nýjar hárvörur. Vörurnar eru frá merkinu Davines og eru nýlega farnar að fást hér á landi. Davines var stofnað árið 1983. Fyrirtækið hefur það að markmiði að nota fyrsta flokks náttúruleg hráefni og vörurnar eru framleiddar með með virðingu fyrir... Continue Reading →
Myndband: JÓLA! -förðun og hár
Jæja! Þá er komið eitt stykki jólamyndband. Ég ruglaði líka aðeins í hárinu á mér í þetta skiptið, en til þess notaði ég hh simonsen rod vs10. Ég hef aldrei eytt eins miklum tíma í að taka upp og vinna eitt vídjó, svo það er eins gott að þið horfið á það. Eða amk horfið, skippið aðeins... Continue Reading →
Djúsí jólagjafir!
Jæja! Þá er stresstími ársins genginn í garð. Ég tók saman nokkra (15, ég get ekki hamið mig) hluti sem mig langar að eignast eða hef prófað sjálf og datt í hug að ykkur langaði að eignast! Ég gat auðvitað ekki haldið mig við bara snyrtivörur. Vonandi gefur þetta ykkur einhverjar hugmyndir! Þessa body olíu hef ég... Continue Reading →
Myndband: Augabrúnarútína (ljótt orð!) og augabrúnavörur.
Hér kemur eitt nefmælt gotharavídjó um augabrúnir. Endilega látið í ykkur heyra ef það er eitthvað svona sem þið viljið sjá meira af! https://www.youtube.com/watch?v=e7J8-4qrO6c
Eye of horus
Fyrir nokkrum vikum birtist nýtt merki hjá fotia.is, eye of horus. Ég verð alltaf eins og smákrakki þegar ég sé eitthvað nýtt í netverslunum, sérstaklega ef ég þekki það ekki fyrir. Fotia sendu mér 3 eyelinera til að prófa og mig langar að segja ykkur aðeins frá þeim. Eye of horus vörurnar eru unnar úr... Continue Reading →
The Body Shop shade adjusting (lightening) drops – snilld fyrir drauga!
Það hefur sennilega ekki farið framhjá lesendum mínum að ég á í erfiðleikum með að finna farða sem er eins hvítur og húðin á mér. Ég á fulla skúffu af förðum sem eru ljósastir í hverju merki, en ég get yfirleitt bara notað þá ef ég er með brúnkukrem eða skelli smá sólarpúðri á hálsinn. VESEN.... Continue Reading →
Birna og Vala!
Við Vala áttum deit fyrir nokkrum dögum síðan. Við gerðum okkur tilbúnar fyrir gleðskap (í myrkri), borðuðum ógeðslegar jelly beans (í myrkri) og svöruðum nokkrum spurningum (í myrkri). Gæði þessa myndbands eru kannski ekki upp á marga fiska, en það er 25 mínútur(!) og við Vala skemmtum okkur allavega konunglega. Stundum heyrist meira að segja ekki... Continue Reading →