Ég hef ekkert gáfulegt að segja í dag (allavega ekki svona fyrir hádegi á meðan ég er með ælupest), en hér eru nokkrar símamyndir frá síðustu vikum. Það er ágætt að hafa í huga að ég er með svokallað krónískt bitchfés og pósurnar mínar geta verið smá hallærislegar þegar ég er að taka meiköppmyndir. Þið verðið... Continue Reading →
Kiko – einu sinni enn og svo ekki meir.
Eins og ég sagði frá um daginn, þá kíkti ég í KIKO í síðasta mánuði (jebb! kominn október!) og fór ekki tómhent þaðan út. Ég keypti svona bland í poka bara, en þetta var það sem ég keypti á augun. Augnskuggapalletta og augnskuggi í stick formi. Augnskuggapallettan heitir 'color fever' og er í litnum 100, eða unexpected... Continue Reading →
Glittery spotlight smokey
Skellti í smá árshátíðar-/áramótaförðun í tilefni þess að það er fimmtudagur og rok úti. Vörurnar sem ég notaði eru á myndinni neðst í færslunni! Mac brown script eyeshadow, Stila waterproof smudge stick - Damsel, Clinique stay matte foundation. Mac brun eyeshadow, Mac #35 lashes, Mac Dame blush Mac Angel lipstick, Coastal scents 24kt gold mica... Continue Reading →
5. vara-vara-vara….
Þá er komið að fimmta og síðasta uppáhaldinu mínu í bili, en það eru Nyx butter glossarnir! Ég er (eins og áður hefur komið fram) formaður 'Ég hata gloss' samtakanna, en er að spá í að fara að segja af mér bráðlega. Þessir koma á óvart. Þeir eru svo girnilegir að maður þarf að passa... Continue Reading →
Draumadót!
Þetta er listi drauma minna eins og er! Uppsetningin er algjörlega random, ég þrái þetta kerti alls ekki mest af öllu. Maður má nú láta sig dreyma! P.S. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var búin að skrifa færsluna að ekki eina af þessum vörum (held ég) er hægt að fá á Íslandi!... Continue Reading →
4. í varagleði
iÞið eruð örugglega löngu komin með leið á vörunum á mér, en hér er þó næstsíðasta uppáhaldið mitt í augnablikinu. Ég er mjög hrifin af möttum litum í fljótandi formi, eins og t.d. lime crime velvetines sem margir þekkja. Ég rak augun í þennan fallega lit í Sephora um daginn og eftir að hafa starað... Continue Reading →
Varir númer 3!
Hér höfum við einhverja mestu snilld sem ég hef augum litið. Led lipgloss í litnum 'atomic' frá Make Up Store. Þennan spottaði ég líka hjá Lindu Hallberg og varð strax ástfangin, en við höfum greinilega sama varalitasmekk. Ég varð því heldur betur hissa og ánægð þegar ég fann hann í póstkassanum mínum um daginn. Uppáhalds Valan... Continue Reading →
Varagleði nr.2
Númer 2 í röðinni er líka frá KIKO! Hann minnir mig svolítið á cyber frá mac, en er einhvernveginn ekki jafn sterkur fjólublár og aðeins dýpri. VÁ! Ég ætti að fá einhver verðlaun fyrir að lýsa þessum lit. Þegar maður horfir á hann í umbúðunum lúkkar hann cherry-rauður, en svo þegar hann er kominn á varirnar... Continue Reading →
SocialEyes augnhár
Ég tek því alltaf fagnandi þegar eitthvað bætist í förðunarvöruflóruna á Íslandi. Í þetta skiptið eru það augnhárin frá SocialEyes. Mér finnst úrvalið af augnhárum hér á landi vera löngu orðið of þreytt og vanta smá update. Með update meina ég ekki að það vanti fleiri gáma af plasthárum af aliexpress, enda eru gæðin alveg eftir... Continue Reading →
Augabrúnavídjó
Ég gerði í dag lítið og ómerkilegt video í símanum mínum af því hvernig ég móta á mér augabrúnirnar með brow and liner kittinu frá The Body Shop. Eins og ég sagði frá um daginn var ég byrjuð að nota dipbrow frá Anastasia Beverly hills, en það er orðið full ljóst fyrir mig núna svo ég... Continue Reading →