Varir númer 3!

Hér höfum við einhverja mestu snilld sem ég hef augum litið. Led lipgloss í litnum ‘atomic’ frá Make Up Store. Þennan spottaði ég líka hjá Lindu Hallberg og varð strax ástfangin, en við höfum greinilega sama varalitasmekk. Ég varð því heldur betur hissa og ánægð þegar ég fann hann í póstkassanum mínum um daginn. Uppáhalds Valan mín hafði keypt hann handa mér, því það er víst ekkert Make Up Store í sveitinni.

Lip product favourite number 3! This has got to be one of the most amazing makeup items I’ve ever seen. It’s a ‘Led lipgloss’ from Make Up Store in the shade ‘Atomic’. It’s from their Scream collection.

MUSledgloss

Það er eins og einhver hafi gómað geimþoku og sett hana í hylkið. Hann er gráleitur í grunninn og svo eru þéttar glimmeragnir í bláu, fjólubláu og blágrænu í honum, svoleiðis að hann skiptir litum eftir því frá hvaða sjónarhorni er horft á hann. Ég hef hingað til ekki verið mikil glossamanneskja, en þessi náði mér alveg, enda engum líkur.

It’s like a galaxy in a container! The gloss itself has a greyish tint to it and is packed with purple, blue and turquoise glitter.

MUSled1

 

Ég notaði svarta varalitinn ‘Hautecore’ frá mac undir hann í þetta skiptið, en hún Vala gaf mér hann einmitt líka síðasta vetur. Þið hljótið að sjá að Vala er gull af manni. Þessi færsla gæti allt eins heitið ‘Vala er best’.

 

blablaled

 

Ég er búin að prófa að nota dökkfjólubláan undir hann og það kom mjög vel út. Einn og sér kemur hann líka á óvart, en mér finnst litirnir sjást best með svartan grunn undir.

/I tried wearing it on top of a purple lipstick as well and it turned out really nicely. By itself it’s surprisingly pigmented, but I prefer it with black underneath. Here I’m wearing ‘hautecore’ by mac with it.

photo (2)

 

Þetta er svo plúsinn! Það kviknar ljós þegar maður opnar hann og þar af leiðandi er mjög auðvelt að gera touch ups hvar sem er!

/The lip gloss wand has got a LED light in it, which comes in handy when doing touch ups in the dark!

 

Góða helgi!!

xx

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: