Eins og ég sagði frá um daginn, þá kíkti ég í KIKO í síðasta mánuði (jebb! kominn október!) og fór ekki tómhent þaðan út. Ég keypti svona bland í poka bara, en þetta var það sem ég keypti á augun. Augnskuggapalletta og augnskuggi í stick formi.
Augnskuggapallettan heitir ‘color fever’ og er í litnum 100, eða unexpected rosy taupe. You know me, alltaf jafn frumleg í litavali! Myndin gerir henni engan greiða, en hún er mjög falleg. Hún inniheldur einn bleiktóna ljósbrúnan, einn dökkbrúnan með smá plómuívafi, einn perlulitaðan og einn svona frost lit með gullögnum. Þeir eru allir sanseraðir og innihalda ágætis magn af glimmeri. Ég var mjög hrifin af pallettunni í búðinni, prófaði hana á hendinni á mér og litirnir komu vel út. Ég er búin að prófa þá blauta og þurra (veit ekki hvort það er mælt með þeim blautum, en ég prófa alltaf) og mér finnst þeir koma aðeins betur út blautir. Það er frekar erfitt að vinna með þá vegna þess að þeir eru svo stútfullir af glimmeri. Þeir blandast vel, en þetta gerir það af verkum að grunnliturinn smitast líka svolítið upp í skygginguna og maður endar með augnförðun í einum lit. = Fallegir litir, fallegt glimmer, en ekki góður endingartími.
‘Long lasting stick eyeshadow’ heitir þessi gaur hægra meginn og ég keypti hann í lit 05, eða rosy brown. Ég var ekkert búin að plana að nota þetta saman, en sökum þess hve ófrumleg ég er gat ég það að sjálfsögðu. Þessi er eitthvað besta budget find sem ég hef rekist á! Liturinn er alveg ótrúlega fallegur og áferðin geðveik. Það glampar eitthvað svo fallega á hann. Eins og nafnið gefur til kynna, þá tollir hann vel á, ólíkt flestum kremkenndum augnskuggum. Ég er búin að nota þennan mikið, bæði sem augnskuggagrunn og líka einan og sér. Mér finnst flottast að krota vel með honum alveg í kringum augun, dreifa honum smá með blenderbursta, setja svo aðeins meira af honum fyrir mitt augnlokið og að lokum slatta af maskara. Ég ætla að reyna að útvega mér fleiri liti af þessum, en ég hugsa að ég myndi alltaf nota þennan mest.
Hér er ég svo búin að skella á mig báðum vörunum. Ég notaði stick augnskuggann sem grunn og gerði svo einfalda skyggingu úr öllum litunum í pallettunni.
Augnhárin sem ég er með eru double up #201 frá Ardell og ég verð að lýsa yfir vonbrigðum. Þegar ég kaupi augnhár sem heita double up býst ég svo sannarlega ekki við að það sé bara verið að spara mér nokkrar sekúndur með því að líma 2 augnháralengjur saman, en sú var raunin. Bandið (eða böndin 2!) er þar af leiðandi rosalega þykkt og erfitt að vinna með. Ég sveigði þau til og frá í höndunum yfir sjónvarpinu í svona 10 mínútur, en þau voru samt mjög stíf og sama hversu oft ég límdi þau niður, þá lyftust endarnir aftur upp.
En nóg um augnhárin, þarna er ég líka með butterglossinn sem ég bloggaði um um daginn og á húðinni er ég með mac studio sculpt foundation blandað saman við girl meets pearl frá benefit, sem gefur fallegan ljóma. Í litlu doppurnar notaði ég hvíta AMC eyelinerinn frá Inglot.
Engin stjörnuvísindi hér krakkar mínir, bara einföld förðun með (mjög) ódýrum vörum!
xx
Ég ELSKA kiko vörurnar! Æðislegar vörur á æðislegu verði 🙂
LikeLike