Um helgina gerði ég látlaust og matt lúkk sem mér finnst gott að grípa í þegar ég nenni ekki að vera mikið máluð. Í þetta skiptið notaði ég gamla TBS palettu sem er búin að fylgja mér út um allt. Í henni eru 4 mattir litir (sá ljósasti er með smááá glimmeri í) sem ganga við allt og eru í raun og veru nauðsynlegir í skyggingu fyrir hvaða lúkk sem er. Ég á svipaða eða alveg eins útgáfu af þessum litum frá mac í kittinu mínu, en mér finnst bara svo þægilegt að geta gripið þessa gömlu góðu pallettu með mér út um allt. Pallettan fæst auðvitað ekki lengur í TBS, en ég mæli með að kíkja á makeup geek og í mac til að koma sér upp svona basic litum, en makeup geek eru töluvert ódýrari og gæðin eru svipuð.

Þegar ég sleppi eyeliner og sanseruðum augnskuggum finnst mér gaman að nota stök augnhárabúnt og stinga þeim inn á milli augnháranna til að skerpa aðeins á augunum. Þau er hægt að fá ódýr í flestum apótekum og Hagkaupum frá ýmsum merkjum. Ég nota alltaf duo augnháralímið eins og flestir aðrir.




Leave a Reply