HÆ! Ég skrapp aðeins í borgina til að hitta fólk og skoða dót. Nú er ég komin aftur og ætla að sýna ykkur allskonar skemmtilegt. Fyrst ætla ég að segja ykkur frá þessu brúnkugeli sem ég rakst á í heimsókn minni í The Body Shop. Þar eru margar nýjungar í augnablikinu, hvet ykkur til að kíkja... Continue Reading →
Myndband: Uppáhalds í apríl!
Jæja, þá er loksins komið nýtt vídjó. Þarna fer ég yfir uppáhalds (veraldlega og lifandi) hluti í apríl. Ég biðst fyrirfram afsökunar á ósmekklegum og lélegum bröndurum. Ég held að ég hafi verið með gestapest. Ég var samt ein. Ég tala líka óþarflega mikið um bólurnar mínar, þið getið bara spólað yfir það. Eins verð... Continue Reading →
EyeKandy glimmerbomba!
HÆ! Já, ég er lifandi. Þá er þessi 3ja vikna bloggpása á enda, en fyrir þá sem ekki vita var ég alveg cherlega upptekin og bloggið þurfti að sitja á hakanum í smá stund. Nú á ég orðið nokkrar vörur í pokahorninu til að segja ykkur frá og hvað er betra til að rjúfa þessa... Continue Reading →
Vídjó: Uppáhalds!
Jæja, þá er komið nýtt myndband. Hér sýni ég ykkur vörurnar sem ég notaði mest í síðasta mánuði og blaðra um þær í 10 mínútur. Birtan í myndbandinu er eitthvað asnaleg, sem lætur mig lúkka 40 árum eldri en ég er (sérstaklega af því að hárið mitt er grátt), eeeen það er bara fyndið! Hlæhlæ! Gleðilega páska!... Continue Reading →
Gerviaugnhár!
Þá er tilbúið eitt stykki gerviaugnháramyndband! Ég sýni ykkur hér hvernig ég skelli þessum elskum á og hugsa um þau! Smá langdregið, en ég vildi bara vera nákvæm. Gleymdi samt örugglega einhverju! Það er svolítið mikið ég. Endilega gefið mér þumal ef ykkur fannst þetta fróðlegt eða bara ég fyndin og asnaleg. Svo megið þið auðvitað... Continue Reading →
Sephora óskalisti!
Ég fann sjálfa mig allt í einu á flakki um Sephora síðuna í gærkvöldi. Ég má helst ekki fara þangað inn án þess að fylla körfuna mína af allskyns dóti sem hangir síðan bara þar mánuðum saman. Þetta er mjög sérstakt áhugamál, ég veit. Plís segið mér að það sé einhver þarna úti sem á... Continue Reading →
Vídjó: Farðarútínan mín!
Í dag ætla ég að bjóða ykkur upp á mjög óspennandi vídjó, en ég tók upp 'full coverage' rútínuna mína, þar sem ég fer yfir (í ekkert svo grófum dráttum) hvað ég nota í fésið á mér þegar ég farða mig almennilega. Mínus augu, varir, augabrúnir o.þ.h. sem sagt. Þessi rútína breytist mjög sjaldan og þess... Continue Reading →
All-in-one InstaBlur!
Mig langar að segja ykkur frá primer sem ég nota mjög mikið. Ég hef oft minnst á hann við ykkur, en aldrei sýnt ykkur almennilega hvað hann gerir. Þetta er InstaBlur primerinn frá The Body Shop. Fyrir þá sem ekki vita, þá eru primerar til þess gerðir að fullkomna yfirborð húðarinnar og búa til bjútifúl... Continue Reading →
Instalíf!
Síðustu vikurnar á instagram hafa verið örlítið flippaðar. Þar posta ég oft aðeins öðruvísi lúkkum en hér. Mér finnst 'bjútí-lúkkin' mín alltaf meira eiga heima á blogginu og í vídjóunum, þar sem fólk græðir kannski ekkert mikið á því að sjá hvernig ég spreyja á mig svartri málningu. En á instagram er svona mega flippað meiköppsamfélag og... Continue Reading →
Fleiri staðreyndir!
Ég var tögguð af snillingnum henni Þórunni Sif að skrifa nokkrar staðreyndir um mig, sem þýðir að taggið er komið í hring! Ég gerði '20 staðreyndir um mig' vídjó í janúar, en ég ákvað samt að gera bara nokkrar auka á skriflegu formi. Þetta er tilvalin leið til að láta ykkur vita að ég er ennþá... Continue Reading →