Jólagjafahugmyndir fyrir netsjoppara!

Þegar maður býr úti á landi er ekki alltaf hlaupið að því að versla jólagjafir. Ég tók saman nokkra bjútí-tengda hluti á allskonar verði sem ættu að geta komið mörgum í gott skap. Allavega svona glimmersjúklingum eins og mér! Cacharel gjafakassi með mini ilmvötnum, Eyeliner frá Make Up Store í litnum sparkeling brown, 'Lip switch' gloss með holographic... Continue Reading →

MUFE Aqua brow vs. Anastasia Beverly Hills Dipbrow

Ég hef ætlað að segja ykkur frá 2 uppáhalds augabrúnavörunum mínum í svolítinn tíma og ákvað að skella þeim í sömu færsluna, þar sem þær eru sambærilegar. Þetta eru Aqua brow frá MAKE UP FOR EVER og Dipbrow frá Anastasia Beverly Hills. Ég ætla í fljótu bragði að fara yfir kosti þeirra og galla. Neðst... Continue Reading →

Líftími snyrtivara!

Líftími snyrtivara er eitthvað sem æskilegt er að vera meðvitaður um, hvort sem þú ert förðunarfræðingur, snyrtivörusafnari eða bara einhver sem setur stundum á sig rakakrem. Á hverju ári hendi ég c.a. 2 troðfullum höldupokum af snyrtivörum sem eru komnar fram yfir líftíma. Ég geri þetta með tárin í augunum, en hey... Þetta er nauðsynlegt. Ég... Continue Reading →

Kiko – einu sinni enn og svo ekki meir.

Eins og ég sagði frá um daginn, þá kíkti ég í KIKO í síðasta mánuði (jebb! kominn október!) og fór ekki tómhent þaðan út. Ég keypti svona bland í poka bara, en þetta var það sem ég keypti á augun. Augnskuggapalletta og augnskuggi í stick formi. Augnskuggapallettan heitir 'color fever' og er í litnum 100, eða unexpected... Continue Reading →

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑